Tvö mörk tekin af West Ham gegn Aston Villa Ágúst Orri Arnarson skrifar 17. mars 2024 16:10 Jarrod Bowen biðlar til dómara að láta sigurmarkið í uppbótartíma standa. Fékk ekkert fyrir sinn snúð. John Walton/PA Images via Getty Images West Ham og Aston Villa skildu jöfn, 1-1, í 29. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Aston Villa var hættulegri aðilinn í leiknum en West Ham skoraði tvö mörk sem voru dæmd ógild. Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans. Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Aston Villa situr í 4. sæti deildarinnar með 56 stig, þremur stigum á undan Tottenham sem á leik til góða. West Ham er í 7. sætinu með 44 stig, þremur stigum á eftir Man Utd sem á leik til góða. West Ham komst yfir á 29. mínútu þegar Vladimír Coufal gaf boltann inn í teig á Michail Antonio sem kom á fljúgandi ferð og stangaði hann í netið. Antonio kom boltanum aftur í netið í upphafi seinni hálfleiks en markið var dæmt af eftir myndbandsskoðun vegna þess að Antonio handlék boltann áður en hann skaut honum í netið. Heimamenn féllu langt til baka í seinni hálfleik, vörðu forystuna og sóttu hratt í skyndisóknum. Aston Villa leitaði óðum að jöfnunarmarkinu og fann það loksins á 79. mínútu. Moussa Diaby gerði þar vel og kom boltanum fyrir markið á Nicoló Zaniolo sem kom honum í netið. Aukin harka færðist í leikinn í kjölfarið. Markaskorarinn Zaniolo og Edson Alvarez tókust á, ýttu hvor í annan og uppskáru báðir gult. Örskömmu síðar reif svo Douglas Luiz í Mohamed Kudus, sem svaraði með því að slá frá sér en hitti ekki, og báðir fengu gult spjald. Zaniolo var svo heppinn að vera ekki rekinn af velli í uppbótartíma þegar hann fleygði boltanum frá sér í pirringi. Tomas Soucek hélt að hann hefði tryggt sigurinn í uppbótartíma en aftur var mark dæmt af West Ham vegna þess að boltinn fór í hönd. Langan tíma og marga álitsgjafa þurfti til að skera úr um lögmæti marksins en eftir um sex mínútur sammældust dómarar um að markið ætti ekki að standa. Vonbrigðin leyndu sér ekki hjá David Moyes og lærisveinum hans.
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira