Stórliðin með sigra á Ítalíu Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 19:00 Leikmenn Milan fagna góðum sigri í dag. Vísir/Getty AC Milan og Roma unnu bæði sigra í leikjum sínum í ítölsku deildinni í dag. AC Milan er því áfram í 2. sæti deildarinnar en Inter getur bætt við forskot sitt á toppnum með sigri gegn Napoli í kvöld. AC Milan var í heimsókn hjá Verona í dag og það var Theo Hernandez sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Milan í forystuna á 44. mínútur leiksins. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Milan svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks en Tijjani Noslin minnkaði muninn fyrir heimaliðið á 64. mínútu og leikurinn galopinn. Á 79. mínútu var það hins vegar Samuel Chukwueze sem innsiglaði sigur Milan með góðu marki og tryggði þrjú stig. Milan er nú sjö stigum á eftir Inter sem er í toppsætinu sjö stigum á undan. Inter á leik í kvöld gegn Napoli og getur náð tíu stiga forskoti á nýjan leik. Roma tók á móti Sassuolo á heimavelli sínum og þar var aðeins eitt mark skorað. Það skoraði Lorenzo Pellegrini í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Leikurinn var bragðdaufur en sigurinn heldur Roma í seilingarfjarlægð við efstu fjögur sætin sem tryggja þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá áttu lið Fiorentina og Atalanta að eigast við í dag en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara eftir að framkvæmdastjóri Fiorentina veiktist skyndilega rétt fyrir leik. Einhverjir leikmenn liðsins voru viðstaddir þegar Barone veiktist og var tekin sú ákvörðun að fresta leiknum. Serie A game Atalanta-Fiorentina has been postponed as Fiorentina director Joe Barone fell seriously ill earlier today and was rushed to hospital. pic.twitter.com/G0iTI7h6qa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 17, 2024 Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira
AC Milan var í heimsókn hjá Verona í dag og það var Theo Hernandez sem skoraði fyrsta mark leiksins þegar hann kom Milan í forystuna á 44. mínútur leiksins. Bandaríkjamaðurinn Christian Pulisic kom Milan svo í 2-0 í upphafi síðari hálfleiks en Tijjani Noslin minnkaði muninn fyrir heimaliðið á 64. mínútu og leikurinn galopinn. Á 79. mínútu var það hins vegar Samuel Chukwueze sem innsiglaði sigur Milan með góðu marki og tryggði þrjú stig. Milan er nú sjö stigum á eftir Inter sem er í toppsætinu sjö stigum á undan. Inter á leik í kvöld gegn Napoli og getur náð tíu stiga forskoti á nýjan leik. Roma tók á móti Sassuolo á heimavelli sínum og þar var aðeins eitt mark skorað. Það skoraði Lorenzo Pellegrini í uppbótartíma fyrri hálfleiks. Leikurinn var bragðdaufur en sigurinn heldur Roma í seilingarfjarlægð við efstu fjögur sætin sem tryggja þátttöku í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Þá áttu lið Fiorentina og Atalanta að eigast við í dag en leiknum var frestað með skömmum fyrirvara eftir að framkvæmdastjóri Fiorentina veiktist skyndilega rétt fyrir leik. Einhverjir leikmenn liðsins voru viðstaddir þegar Barone veiktist og var tekin sú ákvörðun að fresta leiknum. Serie A game Atalanta-Fiorentina has been postponed as Fiorentina director Joe Barone fell seriously ill earlier today and was rushed to hospital. pic.twitter.com/G0iTI7h6qa— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 17, 2024
Ítalski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Sjá meira