Klopp sagði spurningu blaðamanns heimskulega og gekk burt Smári Jökull Jónsson skrifar 18. mars 2024 07:01 Jurgen Klopp og Erik Ten Hag spjalla saman á hliðarlínunni í leiknum í dag. Vísir/Getty Manchester United vann 4-3 sigur á Liverpool í enska bikarnum í knattspyrnu í dag og tryggði sér um leið sæti í undanúrslitum keppninnar. Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool var svekktur í viðtölum eftir leik og lét skapið bitna á blaðamanni. Leikurinn í dag var frábær skemmtun. Sjö mörk voru skoruð og hann fór alla leið í framlengingu þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Eðlilega var Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool svekktur í viðtölum eftir leikinn. Í einu viðtalanna virtist hann sérstaklega pirraður og þegar ein spurningin var borin fram hitnaði í Þjóðverjanum. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svarði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hvumsa og spurning hvort Þjóðverjinn þurfi ekki aðeins að hugsa sinn gang áður en hann kemur sér fyrir við myndavélarnar næst. Klopp: "You are obviously not in a great shape and I have no nerves for you" Jurgen Klopps just walked out of this interview after losing today pic.twitter.com/cdx6ZG6G91— The 44 (@The_Forty_Four) March 17, 2024 Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira
Leikurinn í dag var frábær skemmtun. Sjö mörk voru skoruð og hann fór alla leið í framlengingu þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Eðlilega var Jurgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool svekktur í viðtölum eftir leikinn. Í einu viðtalanna virtist hann sérstaklega pirraður og þegar ein spurningin var borin fram hitnaði í Þjóðverjanum. „Frekar heimskuleg spurning,“ byrjaði Klopp á að segja en hélt síðan áfram og ræddi um leikjaálag Liverpool síðustu vikurnar. Þegar blaðamaðurinn byrjaði síðan á næstu spurningu var líkt og Klopp hafi fengið nóg og gekk hann á brott án þess að svara spurningunni. „Þú ert greinilega ekki í góðu formi og ég hef ekki þolinmæði fyrir þér,“ svarði Klopp áður en hann hélt á brott. Blaðamaðurinn stóð eftir hvumsa og spurning hvort Þjóðverjinn þurfi ekki aðeins að hugsa sinn gang áður en hann kemur sér fyrir við myndavélarnar næst. Klopp: "You are obviously not in a great shape and I have no nerves for you" Jurgen Klopps just walked out of this interview after losing today pic.twitter.com/cdx6ZG6G91— The 44 (@The_Forty_Four) March 17, 2024
Enski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Fleiri fréttir Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Sjá meira