Mögnuð sigurkarfa Irving gegn meisturunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. mars 2024 22:44 Kyrie Irving sáttur í leikslok. Vísir/Getty Kyrie Irving var hetja liðs Dallas Mavericks þegar liðið vann tveggja stiga sigur á meisturum Denver Nuggets í NBA-deildinni í körfuknattleik í kvöld. Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24. NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira
Stórstjörnurnar Luka Doncic og Nikola Jokic mættust á gólfinu í áhugaverðum slag í Dallas í kvöld. Jokic og Denver eru í baráttu um efsta sæti Vesturdeildarinnar en Dallas um miðja deildina og að reyna að koma sér hjá því að keppa í umspili, hinu svokallaða „play in“ til að tryggja sig inn í úrslitakeppni. Leikurinn í dag var góð skemmtun. Doncic fór fyrir liði Dallas í stigaskori líkt og svo oft áður en Jokic var í smá erfiðleikum og hitti ekki vel. Þegar fjórði leikhlutinn var hálfnaður var Dallas með þrettán stiga forskot en meistarar Denver komu til baka og tókst að jafna metin og komast yfir þegar Jamal Murray setti niður þriggja stiga skot með 26 sekúndur á klukkunni. JAMAL MURRAY 3 TO TAKE THE LEAD NUGGETS LEAD 105-102 WITH 26.8 REMAINING ON ABC. pic.twitter.com/ITo5iEvdzJ— NBA (@NBA) March 17, 2024 Luka Doncic var þó ekki lengi að svara. Hann fékk boltann eftir innkast og skoraði, staðan þá jöfn 105-105. Murray fékk frábært færi í næstu sókn til að tryggja Denver sigurinn en skot hans geigaði. Dallas náði frákastinu og tók leikhlé með 2,8 sekúndur á klukkunni. Það var hins vegar nægur tími fyrir Kyrie Irving að tryggja sigurinn. Hann fékk boltann úr innkastinu þegar Doncic var stífdekkaður. Irving var með Jokic á sér, þurfti að færa boltann yfir á vinstri höndina en tókst að skora með frábæru flotskoti um leið og flautan gall. Take a look at ALL ANGLES of Kyrie Irving's unreal #TissotBuzzerBeater https://t.co/uEOFRDDlDY pic.twitter.com/i5YRhQ0pb6— NBA (@NBA) March 17, 2024 Lokatölur 107-105 og mikilvægur sigur Dallas í höfn. Murray var stigahæstur í liði Denver með 23 stig, Michael Porter skoraði 20 og Jokic skoraði 16 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Í liði Dallas var Luka Doncic frábær með 37 stig og Irving skoraði 24.
NBA Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Rakel Sara vann tvenn verðlaun á Norður-Evrópumótinu Sport Hágrét eftir heimsmeistaratitil Sport Fleiri fréttir Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Sjá meira