Fórnaði Arsenal fyrir konu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2024 12:00 Emmanuel Petit fagnar marki með þeim Nicolas Anelka og Dennis Bergkamp á 1997-98 tímabilinu. Getty/Mark Leech Franski fótboltamaðurinn Emmanuel Petit sér mikið eftir því í dag að hafa yfirgefið Arsenal á sínum tíma. Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman. Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira
Þessi fyrrum heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu vildi í raun ekki fara frá London en aðrir þættir í lífi hans réðu ákvörðun hans. Petit var í risastóru hlutverki í fyrstu meistaraliðunum undir stjórn Arsene Wenger. Wenger þekkti hann frá Mónakó og fékk hann því til enska félagsins. Petit spilaði með Arsenal frá 1997 til 2000 og var í aðalhlutverki í liðinu sem vann tvöfalt vorið 1998. "I would have picked a different option"Emmanuel Petit opens up about the reason he left Arsenal when he did and why he came to regret it in a brand new episode of League of Legends this Saturday.#AstroEPL #Arsenal #Barcelona pic.twitter.com/0VsTDj04We— Stadium Astro (@stadiumastro) March 14, 2024 Petit mætti í hlaðvarpsþátt Stadium Astro á dögunum og sagði þá frá ástæðunni fyrir því að hann yfirgaf Arsenal árið 2000 þá þrítugur. En af hverju fór hann frá Arsenal. „Vegna konu,“ svaraði Petit og leyndi ekki eftirsjá sinni. Emmanuel Petit og Agathe De La Fontaine sem hann gitist árið 2000.Getty/Dave Benett „Ég elskaði alltaf Barcelona og [Real] Madrid, tvö af stærstu félögum heims en ég hefði átt að vera áfram hjá Arsenal. Engin spurning,“ sagði Petit. „Stundum er grasið ekki grænna annars staðar. Það hefði verið betra að spila áfram hér þar sem ég fékk mikla ást, var mjög ánægður og náði árangri. Af hverju þá að fara? Engin spurning að ég sé mikið eftir því,“ sagði Petit. „Ef ég gæti farið aftur í tímann þá hefði ég örugglega tekið aðra ákvörðun,“ sagði Petit. Hann segir að kona hafi viljað komast í heitara og sólríkara loftslag á Spáni og hann hafi látið undan pressunni. Þegar Petit kom síðan aftur í ensku úrvalsdeildina ári síðar þá fór hann ekki aftur í Arsenal heldur til Chelsea þar sem hann lék síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Petit giftist frönsku leikkonunni Agathe de La Fontaine árið 2000 en þau skildu árið 2002 eftir að hafa eignast eitt barn saman.
Enski boltinn Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Sjá meira