Lítil stemning fyrir rafrænni undirritun Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. mars 2024 14:01 Aldís og Bára eru á meðal þeirra sem vilja halda i hefðina í Karphúsinu. stöð 2 Þó undirritun kjarasamninga sé tímafrek og krefjist mikillar pappírsvinnu stendur ekki til að gera aðilum kleift að skrifa undir samningana með rafrænum skilríkjum, enda segja sáttasemjarar að um rótgróna hefð sé að ræða. Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir. Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Þegar aðilar á vinnumarkaði hafa komið sér saman um kjarasamning þarf að undirrita samninginn áður en hann er lagður fyrir félagsmenn stéttarfélaganna. Undirritunin sjálf er töluvert ferli sem einkennist af rótgrónum hefðum. Hefðir í Karphúsinu Ákveðin hefð er fyrir því hver situr hvar við þetta langa borð sem sést í sjónvarpsfréttinni og þá mega ekki allir setjast sem vilja. Undirritun kjarasamnings Fagfélaganna og Samtaka atvinnulífsins sem fram fór síðustu helgi tók um 40 mínútur. Fyrst skrifuðu fulltrúar allra félaganna, sem samningurinn tók til, undir aðalsamning ásamt fulltrúum Samtaka atvinnulífsins. Tvö skjöl og þurftu hlutaðeigandi að skrifa upphafsstafi á allar síður samningsins. Að þeirri undirritun lokinni skrifuðu fulltrúar hvers og eins félags undir sér kjarasamning. Þeir settust niður, undirrituðu samninginn, tókust í hendur og stigu frá borði. Og svona gekk þetta, koll af kolli. Að fjörutíu mínútum loknum spyr fréttamaður hvort ekki sé hægt að undirrita kjarasamninga með rafrænum skilríkjum, enda myndi það bæði spara pappír og tíma. „Við höfum alveg hugsað það en það er eitthvað við þessar hefðir sem er svo gott. Það er svo gaman þegar fólk kemur saman og skrifar undir og tekst svo í hendur að lokinni kannski langri törn í samningaviðræðum,“ segir Aldís Magnúsdóttir, sáttasemjari. Fleiri vilja halda í hefðina. „Þetta er bara frábær hefð að ganga frá kjarasamningum með þessum hætti, horfandi í augun á þeim sem við erum búin að vera að semja við,“ segir Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. „Það er líka gaman að hittast öll saman og fá sér eitthvað gott í gogginn eftir svona langa törn,“ segir Bára Hildur Jóhannsdóttir. Og þið eigið alltaf nóg af pennum? „Já, já. Eða samt ekki, við þurfum að fara að kaupa fleiri,“ segja sáttasemjararnir.
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Stafræn þróun Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira