Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2024 20:00 Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast. Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Sjá meira
Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Sjá meira