Byggja draumavillu með sundlaug sem kostar sextán milljónir Stefán Árni Pálsson skrifar 18. mars 2024 20:00 Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þegar Björn Páll Pálsson, 34 ára, kláraði stúdentinn frá Menntaskólanum á Akureyri komst bara eitt að, hann vildi út í heim til að ferðast. Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira
Hafði fengið Afríkubakteríu á menntaskólaárunum og þráði að upplifa á eigin skinni hvernig það er að lifa án rafmagns og aðgangs að hreinu rennandi vatni, eins og fram kemur í þættinum Hvar er best að búa sem var á dagskrá Stöðvar 2 í gærkvöldi. Ákaflega óvanalegur draumur hjá ungum manni úr vellystingum Vesturlanda en raunveruleikinn hjá ótrúlega stórum hluta mannkyns. Talið að um 775 milljónir manna búi án rafmagns á jörðinni og nærri 2 milljarðar manna hafi ekki aðgang að hreinu vatni. Draumurinn rættist og Björn Páll fór beint eftir stúdentinn til að kenna börnum sögu og íþróttir í afskekktu þorpi í Kenýa. Þar dvaldi hann í eitt ár en notaði skólafríin til að ferðast víða um Afríku. Þá var ekki aftur snúið og hann hélt áfram að ferðast næstu 13 árin. Árið 2022 var hann staddur á Srí Lanka þegar ástin kom inn í líf hans. Þar hitti hann Alinu Zaynullina, unga konu frá Rússlandi, sem var þar tímabundið í fjarvinnu og fríi. Þetta var rétt fyrir innrás Rússlands í Úkraínu – sem átti eftir að hafa áhrif á þeirra plön, eins og fram kemur í þættinum. Langt komin með draumahúsið Björn og Alina ákváðu árið 2022 að leita sér að góðum stað í Asíu til að búa á. Þá hafði Björn dvalið í nærri hundrað löndum heimsins – og mætti því segja að fáir hafi gert jafn kyrfilega rannsókn á því hvar í heiminum er best að búa. Þau ákváðu eftir að skoðað m.a. Taíland að leita sér að lóð á suðurhluta hitabeltiseyjunnar Srí Lanka. Frá fallegum tökudegi við gerð þáttarins úti Í Srí Lanka. Þar keyptu þau sér lóð og eru nú langt komin með að byggja sér draumahús með sundlaug í miðjum frumskógi en steinsnar frá paradísarströndinni þar sem þau kynntust upphaflega. En Björn er hvergi nærri hættur að flakka, enda hefur hann gert ferðalögin að atvinnu sinni, því hann stofnaði ferðaskrifstofuna Crazy Puffin Adventures þar sem hann fer með hópa í ævintýralegar ferðir til landa sem fæstum dytti í hug að heimsækja. Í 6. og síðasta þætti af fimmtu seríu af Hvar er best að búa? heimsækir Lóa Pind Aldísardóttir Björn Pál og Alinu til Srí Lanka. Þátturinn var á dagskrá Stöðvar 2 á sunnudagskvöld. Í þáttaröðinni heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur sem framfleytir sér á flugi, hönnun, örorkulaunum, fyrirlestrum um Spotify, almannatengslum og leikskólakennslu, verksmiðjuvinnu, skólavinnu og háskólakennslu, ferðaþjónustu á exótískum stöðumi, leiklist, heimspeki, þróunaraðstoð og býr í stórborgum, litlum borgum, sveit, húsbíl og strandbæ á Srí Lanka, Korfú og í Dubai, Finnlandi, Síerra Leóne, Frakklandi og Tókýó. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður 6. þáttar var Hákon Pálsson, klippingu annaðist Sigurður Kristinn Ómarsson hjá Obbosí. Framleitt af Lóu Production fyrir Stöð 2. Klippa: Byggja draumavillu með sundlaug
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Srí Lanka Mest lesið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Lífið Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Lífið Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Lífið Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Tónlist Fleiri fréttir Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Cardi B sýknuð af kröfu um líkamsárás á öryggisvörð Svona færðu fullnægingu án handa Huggulegustu hommar landsins kaupa heillandi hæð Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Sjá meira