Foreldrar megi ekki vera vondir við sjálfa sig eftir stórt áfall Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2024 12:20 Herdís Storgaard, hjúkrunarfræðingur. Sebastian Storgaard Sérfræðingur í slysavörnum barna segir það geta verið hættulegt fyrir ungabörn að sofa uppi í rúmi hjá foreldrum sínum. Hún segir foreldra sem lenda í áfalli ekki mega kenna sjálfum sér um. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís. Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við Sjöfn Steinsen sem lenti í því að sjö mánaða gömul dóttir hennar flæktist í hárinu á móður sinni og munaði litlu að hún myndi kafna en snör viðbrögð móðurinnar urðu til þess að nágrannar hennar náðu að klippa dótturina úr hárinu. Fullorðinsrúm ekki hönnuð fyrir börn Slys sem þetta eru ekki algeng en gerast þó að sögn Herdísar Storgaard hjá Miðstöð slysavarna barna. Herdís hefur starfað í kringum slysavarnir barna í rúm þrjátíu ár og hefur heyrt af í það minnsta þremur svipuðum málum áður. „Einmitt eitt af því sem að við erum að benda foreldrum á er að rúmið þeirra, fullorðinsrúmið, er bara alls ekki öruggur svefnstaður og þá eru menn ekki bara að hugsa um að sítt hár geti flækst um háls barnsins, heldur allt sem í rúminu er,“ segir Herdís. Foreldrar kenni sér ekki um Hún nefnir sem dæmi að dýnur séu ekki öndunarprófaðar og rúmfatnaður, sængur, koddar og annað sem fullorðnir hafa í rúminu geti verið hættulegt ungabörnum. Herdís telur að rétt viðbrögð hafi bjargað lífi barnsins. „Við megum ekki, við megum alls ekki, alltaf vera vond við okkur þegar eitthvað hræðilegt hefur komið fyrir okkur. Ég segi yfirleitt við foreldra þegar þeir eru að tala við mig um eitthvað sem þeir hafa lent í að við skulum fókusera á það að allt fór vel og endurskoða hvernig við vorum að gera hlutina. Breyta þá yfir í að gera þetta á annan hátt,“ segir Herdís. Bara hafa það nauðsynlegasta í rúminu Hún hvetur foreldra til þess að láta ungabörn sofa í vöggu eða ungbarnarúmi. „Eins og skilaboðin eru í dag, til að tryggja öryggi ungra barna, er að sofa í eigin vöggu sem uppfyllir allar kröfur eða ungbarnarúmi. Hafa þetta ljótt og leiðinlegt. Ekkert í rúminu nema það allra nauðsynlegasta,“ segir Herdís.
Börn og uppeldi Slysavarnir Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fleiri fréttir Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Sjá meira