Ísland meðal örfárra ríkja sem standast viðmið WHO um loftgæði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. mars 2024 06:36 Loftgæði eru afleit í mörgum stórborgum Asíu. Getty/CFOTO/Future Publishing Ísland er eitt aðeins sjö ríkja sem standast viðmið Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar þegar kemur að loftgæðum. Hin ríkin eru Ástralía, Eistland, Finnland, Grenada, Máritíus og Nýja Sjáland. Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian. Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður rannsókna IQAir, fyrirtækis í Sviss sem sérhæfir sig í vörnum gegn loftmengun. Rannsóknin náði til 134 ríkja og byggði á gögnum úr yfir 30 þúsund mælistöðvum um allan heim. Það sem var til skoðunar var magn PM2,5 smáagna sem berast meðal annars út í andrúmsloftið frá umferð og gróðureldum. Ríkin sjö voru þau einu þar sem magn þessara agna var innan viðmiða WHO. Mengunin var mest í Pakistan, þar sem magn PM2,5 var fjórtán sinnum meira en viðmið WHO kveða á um en næst á eftir komu Indland, Tajikistan og Búrkína Fasó. Kanada kom verst út meðal Vesturlanda en það er sagt mega rekja til gríðarmikilla gróðurelda sem geisuðu í fyrra. Áætlað er að um sjö milljónir manna látist á ári hverju sökum loftmengunar og ástandið er verst í ríkjum þar sem menn neyðast til að reiða sig á „óhreina orkugjafa“ á borð við kol. Þrátt fyrir viðmið WHO benda rannsóknir til þess að það sé í raun ekkert sem kalla megi „öruggt magn“ PM2,5 agna í andrúmsloftinu, þar sem aðeins örlítið magn auki fjölda sjúkrahúsinnlagna vegna öndunarfæra- og hjartasjúkdóma. Ítarlega umfjöllun um málið má finna á vef Guardian.
Loftslagsmál Loftgæði Umhverfismál Gróðureldar Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Sjá meira