Lífið

140 þúsund krónur á mánuði í fatnað

Stefán Árni Pálsson skrifar
730 þúsund krónur fara í almenna neyslu á mánuði.
730 þúsund krónur fara í almenna neyslu á mánuði.

Í síðasta þætti af Viltu finna milljón var ráðist í heljarinnar verkefni, að taka til í almennri neyslu og það í desembermánuði.

Ragna Stefánsdóttir og Funi Magnússon elska að fara út að borða og njóta þess að skella sér á viðburði. Ragna hefur verið í vandræðum með fatakaup og þykja þau nokkuð há í hverjum mánuði, en parið eyðir að meðaltali 140 þúsund krónur á mánuði í fatnað.

Funi sagði til að mynda frá því að Ragna hefði fattað það einn daginn að hún gæti pantað sendingu frá Boozt í vinnuna sína, svo hann tæki ekki eftir því.

Þau eyða að meðaltali 730 þúsund krónum á mánuði í almenna neyslu. Þau eyða að meðaltali yfir 160 þúsund krónum á mánuði í húsgöng og búnað, 140 þúsund í föt og skó og tæplega sjötíu þúsund í veitingarstaði og skyndibita.

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti og spjallið við Rögnu og Funa. Þess má geta að þetta eru allt tölur áður en byrjað var í átakinu með þáttastjórnendum Viltu finna milljón.

Klippa: 730 þúsund krónur í almenna neyslu





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.