Tók sameignina á sig og lenti í Skattinum Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 20:21 Eigandinn vildi ekki greiða skatt af vinnu við að sjá um sameignina. Fréttin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty/Westend61 Eigandi íbúðar í fjölbýlishúsi þarf að greiða tekjuskatt af greiðslum sem hann fékk frá húsfélagi hússins fyrir að sjá um sameign og sorpgeymslu. Hann kærði ákvörðun Ríkisskattstjóra þess efnis og sagðist vera beittur ranglæti og ráðstöfun fjár húsfélagins kæmi engum við. Yfirskattanefnd gaf lítið fyrir þau rök. Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að eigandinn hafi skotið ákvörðunum Ríkisskattstjóra fyrir gjaldárin 2022 og 2023 til nefndarinnar. Ríkisskattstjóri hefði bæði árin hafnað kröfu eigandans um að skattlagning verktakagreiðslna frá húsfélaginu, að fjárhæð 72 þúsund króna fyrir hvort ár, yrði felld niður. Forsendur Ríkisskattstjóra í hinum kærðu úrskurðum embættisins hafi verið þær að um væri að ræða skattskyldar tekjur eigandans samkvæmt lögum um tekjuskatt. Sagði tekjurnar þegar skattlagðar Af hálfu eigandans hafi verið litið svo á að ekki væri um að ræða skattskyldar greiðslur þar sem framlög hans og annarra eigenda til húsfélagsins væru greidd af tekjum sem þegar hefðu verið skattlagðar. Hússjóður væri eign eigenda og þeirra einkamál hvernig farið væri með sjóðinn. Ríkisskattstjóri hafi tekið fram af þessu tilefni að þegar keypt væri þjónusta af þriðja aðila væri greiðsla vegna hennar skattskyld í hendi þess sem þjónustuna veitti. Mætti alla jafna gera ráð fyrir því að fyrir slíka þjónustu væri greitt með peningum sem þegar hefðu verið skattlagðir. Óumdeilt væri að húsfélagið hefði greitt 72 þúsund krónur fyrir þjónustu sem hefði falist í því að sjá um sameign og sorpgeymslu. Væri sú greiðsla skattskyld í hendi þess sem hana hefði fengið, og skipti þá ekki máli að greiðslan hefði verið innt af hendi til eins af eigendum hússins. Yrði því að hafna kröfum eigandans. Ríkisskattstjóri hafi farið frjálslega með staðreyndir Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í kæru eigandans hafi skattlagningu greiðslna hans frá húsfélaginu verið mótmælt. Hann uni því ekki að sæta skattlagningu fyrir að hafa annast um málefni húsfélagsins. Þá segir að eigandinn hafi sagst hafa verið beittur ranglæti og félag, sem hefur verið afmáð úr úrskurðinum, sé sökudólgurinn. Félagið hafi tekið að sér að annast húsfélagaþjónustu fyrir eigendur húsfélagsins. Félagið telji sig hafa rétt til að fara með málefni húsfélagsins á opinberum vettvangi án þess að láta nokkurn vita. Sé félagið með því að bregðast skyldu sinni gagnvart húsfélaginu sem sé ekki skattskylt félag. Þá fari Ríkisskattstjóri afar frjálslega með staðreyndir í hinum kærðu úrskurðum. Loks séu margir formgallar á úrskurðunum sem eigandinn líti fram hjá. Engin undanþága fyrir störf í þágu húsfélagsins Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að samkvæmt lögum um tekjuskatt teljist til skattskyldra tekna, með þeim undantekningum og takmörkunum er greinir í lögunum, hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skipti ekki máli hvaðan tekjurnar stafa eða í hvaða formi þær eru. „Ágreiningslaust er í málinu að hinar umdeildu greiðslur húsfélagsins til kæranda á árunum 2021 og 2022 séu endurgjald fyrir umsjón hans með sameign og sorpgeymslu fjöleignarhússins. Þar sem slíkar tekjur eru ekki sérstaklega undanþegnar skattlagningu í lögum nr. 90/2003 eða öðrum lögum verður að fallast á með ríkisskattstjóra að um sé að ræða skattskyldar tekjur kæranda.“ Því var öllum kröfum eigandans hafnað. Málefni fjölbýlishúsa Skattar og tollar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að eigandinn hafi skotið ákvörðunum Ríkisskattstjóra fyrir gjaldárin 2022 og 2023 til nefndarinnar. Ríkisskattstjóri hefði bæði árin hafnað kröfu eigandans um að skattlagning verktakagreiðslna frá húsfélaginu, að fjárhæð 72 þúsund króna fyrir hvort ár, yrði felld niður. Forsendur Ríkisskattstjóra í hinum kærðu úrskurðum embættisins hafi verið þær að um væri að ræða skattskyldar tekjur eigandans samkvæmt lögum um tekjuskatt. Sagði tekjurnar þegar skattlagðar Af hálfu eigandans hafi verið litið svo á að ekki væri um að ræða skattskyldar greiðslur þar sem framlög hans og annarra eigenda til húsfélagsins væru greidd af tekjum sem þegar hefðu verið skattlagðar. Hússjóður væri eign eigenda og þeirra einkamál hvernig farið væri með sjóðinn. Ríkisskattstjóri hafi tekið fram af þessu tilefni að þegar keypt væri þjónusta af þriðja aðila væri greiðsla vegna hennar skattskyld í hendi þess sem þjónustuna veitti. Mætti alla jafna gera ráð fyrir því að fyrir slíka þjónustu væri greitt með peningum sem þegar hefðu verið skattlagðir. Óumdeilt væri að húsfélagið hefði greitt 72 þúsund krónur fyrir þjónustu sem hefði falist í því að sjá um sameign og sorpgeymslu. Væri sú greiðsla skattskyld í hendi þess sem hana hefði fengið, og skipti þá ekki máli að greiðslan hefði verið innt af hendi til eins af eigendum hússins. Yrði því að hafna kröfum eigandans. Ríkisskattstjóri hafi farið frjálslega með staðreyndir Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að í kæru eigandans hafi skattlagningu greiðslna hans frá húsfélaginu verið mótmælt. Hann uni því ekki að sæta skattlagningu fyrir að hafa annast um málefni húsfélagsins. Þá segir að eigandinn hafi sagst hafa verið beittur ranglæti og félag, sem hefur verið afmáð úr úrskurðinum, sé sökudólgurinn. Félagið hafi tekið að sér að annast húsfélagaþjónustu fyrir eigendur húsfélagsins. Félagið telji sig hafa rétt til að fara með málefni húsfélagsins á opinberum vettvangi án þess að láta nokkurn vita. Sé félagið með því að bregðast skyldu sinni gagnvart húsfélaginu sem sé ekki skattskylt félag. Þá fari Ríkisskattstjóri afar frjálslega með staðreyndir í hinum kærðu úrskurðum. Loks séu margir formgallar á úrskurðunum sem eigandinn líti fram hjá. Engin undanþága fyrir störf í þágu húsfélagsins Í niðurstöðu Yfirskattanefndar segir að samkvæmt lögum um tekjuskatt teljist til skattskyldra tekna, með þeim undantekningum og takmörkunum er greinir í lögunum, hvers konar gæði, arður, laun og hagnaður sem skattaðila hlotnast og metin verða til peningaverðs og skipti ekki máli hvaðan tekjurnar stafa eða í hvaða formi þær eru. „Ágreiningslaust er í málinu að hinar umdeildu greiðslur húsfélagsins til kæranda á árunum 2021 og 2022 séu endurgjald fyrir umsjón hans með sameign og sorpgeymslu fjöleignarhússins. Þar sem slíkar tekjur eru ekki sérstaklega undanþegnar skattlagningu í lögum nr. 90/2003 eða öðrum lögum verður að fallast á með ríkisskattstjóra að um sé að ræða skattskyldar tekjur kæranda.“ Því var öllum kröfum eigandans hafnað.
Málefni fjölbýlishúsa Skattar og tollar Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira