Svört skýrsla Ríkisendurskoðunar: Forystuleysi í málefnum er varða ópíóíðafíkn Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2024 11:38 Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra og ber honum að taka skýra forystu í málinu samkvæmt skýrslunni. Vísir/Vilhelm Stefnu- og forystuleysi ríkir í málefnum er varða ópíóíðafíkn og fíknivanda almennt. Þannig hefur ekkert ráðuneyti skýra forystu í málaflokknum. Ótvírætt er að ópíóíðavandi er fyrst og fremst viðfangsefni heilbrigðisráðuneytis sem ber að taka skýra forystu. „Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér. Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Enginn hefur fulla yfirsýn um þann fjölda sem glímir við ópíóíðavanda og misræmis gætir í upplýsingum. Þótt ekki sé rétt að tala um faraldur ópíóíðafíknar er ljóst að vandinn fer vaxandi,“ segir í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um nýja skýrslu stofnunarinnar um ópíóðíavanda á Íslandi en þar er fjallað um stöðu, stefnu og úrræði. Ekki hefur verið í gildi stefna í áfengis- og vímuvörnum frá því að eldri stefna rann sitt skeið árið 2020.Í skýrslunni kemur fram að sú stefna sem síðast hafi verið í gildi, og rann út árið 2020, hafi ekki verið útfærð með aðgerðaáætlun eða tímasettum markmiðum og að því hafi hún aldrei að fullu komið til framkvæmdar. Ríkisendurskoðun beinir í skýrslunni fjórum ábendingum til heilbrigðisráðuneytis. Að setja upp stefnu og taka skýra forystu, að efla upplýsingaöflun og yfirsýn í málaflokknum. Í þriðja lagi er lagt til að aðgengi verði bætt að bæði meðferðum og þjónustu. Þá segir í skýrslunni að það þurfi að formfesta kröfur og viðmið um viðhaldsmeðferð við ópíóíðafíkn. Framboð meðferðar mótast í grasrót Í tilkynningu Ríkisendurskoðunar um skýrsluna segir að framboð meðferðar byggi ekki á opinberri stefnumótun eða mati á þörf fyrir heilbrigðis- og meðferðarþjónustu heldur hafi hún að mestu mótast af og verið á ábyrgð grasrótar- og félagasamtaka og heilbrigðisstofnana á þeirra vegum. „Ákveðnir hópar fá ekki þjónustu við hæfi, m.a. vegna þess að bráðaþjónusta fyrir fíknisjúka er af skornum skammti, og ýmsar hindranir koma í veg fyrir að einstaklingar fái tímanlega aðstoð við aðkallandi fíknivanda,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að skýrari ramma vanti um viðhaldsmeðferð og skaðaminnkandi þjónustu vegna ópíóíðafíknar. Þá ríkir ágreiningur milli SÁÁ og SÍ um túlkun og skilgreiningar í samningi um lyfjameðferð við ópíóíðafíkn en ljóst er að mun fleiri fá lyfjameðferð en samningurinn gerir ráð fyrir. Skýrslan kom út í dag og var samhliða því kynnt var stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis fyrr í dag. Skýrslan er svokölluð hraðúttekt og er í heildina 41 síða. Hraðúttektir Ríkisendurskoðunar eru upplýsandi og staðreyndamiðaðar skýrslur sem gefa þingi, stjórnsýslu, almenningi, fjölmiðlum og fyrirtækjum greinargóðar upplýsingar um tiltekin mál eða málefni sem erindi eiga við samfélagslega umræðu. Skýrslan er hér.
Heilbrigðismál Fíkn Tengdar fréttir Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30 Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44 Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49 Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Sláandi úttekt á ópíóðavandanum – stjórnvöld fá falleinkun Ný úttekt Ríkisendurskoðunar á ópíóðavandanum er svakaleg lesning. Margt af þessu vissi maður fyrir en að fá þetta allt samandregið frá eftirlitsstofnun Alþingis er mjög verðmætt. 20. mars 2024 11:30
Neyðast til að fara úr apótekum yfir á svartan markað: „Staðan er náttúrlega alls ekki góð“ Formaður samtaka um skaðaminnkun segir heilbrigðiskerfið ekki vera að grípa hóp fólks sem glími við fíknivanda nægilega vel eftir að Árni Tómas Ragnarsson læknir var sviptur leyfi til að skrifa upp á lyf. 28. febrúar 2024 22:44
Ráðist á Árna Tómas á læknastofu hans Árni Tómas Ragnarsson gigtarlæknir varð fyrir líkamsárás á læknastofu sinni í vikunni, þegar tveir menn mættu á stofuna og kröfðust þess að hann breytti læknisvottorði sem hann hafði skrifað fyrir móður annars þeirra. 15. mars 2024 11:49
Sviptur leyfi og vandar Ölmu landlækni ekki kveðjurnar Árni Tómas Ragnarsson læknir hefur ekkert heyrt frá Ölmu Möller landlækni vegna sviptingar á leyfi til að skrifa út lyf. Hann segist ekki geta meira en einstaklingar séu nú að kaupa eitraðar pillur sem verði þeim að aldurtila. Árlega deyja tugir manna vegna þessa. 23. febrúar 2024 12:15