Körfubolti

Lög­mál leiksins: Dream Team eða Redeem Team?

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Góðir gestir gáfu sitt álit á málinu
Góðir gestir gáfu sitt álit á málinu lögmál leiksins

Lögmál leiksins, umfjöllunarþáttur Stöðvar 2 um NBA deildina, var sundurklofinn eftir rökræður um landslið Bandaríkjanna í körfubolta árin 1992 og 2012. Hreinstefnusinnarnir Kjartan Atli og Tómas Steindórsson létu ekki af sannfæringu sinni gegn módernistunum Sigurði Orra og Herði Unnsteinssyni. 

Allt hófst þetta þegar Hörður Unnsteinsson varpaði fram þeirri vafasömu fullyrðingu í síðustu viku að draumaliðið 1992 hafi verið betri en liðið sem endurheimti æru Bandaríkjanna árið 2012. 

Fullyrðing sem hreinstefnumennirnir Kjartan Atli Kjartansson og Tómas Steindórsson hreinlega hlógu að. Í síðasta þætti, ásamt þeim félögum og Herði, var fenginn góður gestur að nafninu Sigurður Orri Kristjánsson, til álitsgjafar. 

Dagskráarliðnum sívinsæla, „Annaðhvort eða“, var þannig breytt í stórskemmtilegan samanburð á liðunum tveimur. 

„Hörður, ég er svolítið með þér í liði þarna, hér eru menn bara að horfa á nöfn. Larry Bird og Magic Johnson eru orðnir ansi ryðgaðir. Þannig að við getum ekki verið að horfa á það“ byrjaði Sigurður Orri á að segja. 

„Þú ert með nokkra farþega þarna í þessu liði. Munið líka það að draumaliðið var að spila á móti mönnum sem tóku myndir af þeim á bekknum, einhverjir píparar“ skaut Hörður Unnsteinsson þá inn í. 

Kjartan Atli og Tómas stóðu fastir á sínu máli og stórskemmtilegar rökræður mynduðust manna á milli 

Klippa: Annaðhvort eða: Landslið Bandaríkjanna 1992 eða 2012?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×