Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2024 19:48 Sérstök áhersla var á ungt fólk á hamingjumálþingi í dag. Vísir/Einar Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan. Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan.
Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31
Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26