Lore: „Tilfinningin er frábær“ Árni Jóhannsson skrifar 20. mars 2024 22:10 Lore Devos gerði gríðarlega vel í allt kvöld. 32 stig og 12 fráköst á leiðinni í átt að bikarúrslitaleiknum. Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þór frá Akureyri er á leiðinni í bikarúrslit eftir að hafa lagt Grindavík 79-75 í undanúrslitum þar sem frábær annar leikhluti lagði grunninn að sigrinum. Lore Devos var stigahæst allra á vellinum með 32 stig og leiddi sínar konur í gegnum þrautagönguna sem körfuboltaleikur getur verið. Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“ Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Það eru 49 ár síðan Þór komst síðast í bikarúrslit og var Lore spurð að því hvernig tilfinningin væri. „Tilfinningin er frábær. Við vorum svo spenntar nú þegar að vera í undanúrslitunum og spila í Laugardalshöllinni. Þetta skipti stelpurnar í liðinu og stuðningsmennina svo miklu máli. Þetta er dásamlegt. Þetta er mjög spennandi.“ Þjálfari Grindavíkur talaði um í viðtali að orkustigið hjá Grindvíkingum hafi ekki verið gott hjá sínum stelpum. Hvernig var hugarfarið hjá Þór komandi inn í leikinn? „Við ætluðum bara að vera orkumeiri en þær og við náðum að gera það í 40 mínútur. Þó það hafi komið smá kafli þar sem orkan datt niður þá náðum við að halda dampi og klára leikinn. Við gáfum tóninn.“ Annar leikhluti var rosalegur hjá Þórsurum og komust þær t.d. á 17-0 sprett sem opnaði 11 stiga forskot sem hélst að miklu leyti allan leikinn. Hvað fór í gegnum huga leikmanna á þeim tíma? „Við vorum bara að fagna öllu og vorum mjög ánægðar og spenntar yfir því sem var að gerast. Við vorum samt með það í huga að Grindavík er mjög hæfileikaríkt lið og að leikurinn er 40 mínútur og við þurftum að vera klárar í að hleypa þeim ekki inn í leikinn.“ Á laugardaginn er það svo Keflvíkingar sem bíða Þórsara í bikarúrslitaleiknum sjálfum. Þór hefur unnið Keflavík einu sinni í vetur og þegar blaðamaður var að klára spurninguna þá greip Lore orðið af honum. „Þannig að við vitum að það er möguleiki! Það verður erfitt en maður veit aldrei. Það þarf alltaf að spila allan leikinn þannig. Þetta verður slagur en vonandi nær betra liðið bara að vinna.“ Þórsarar fengu framlag úr mörgum áttum í kvöld en sérstaklega var tekið eftir framlagi Emmu Karólínu Snæbjarnardóttur sem er 15 ára gömul en hún skoraði 8 stig í fjórða leikhluta og 12 stig í heild. Lore var beðin um að lýsa áhrifunum sem hún hafði á leikinn. „Frábær! Hún gefur okkur svo mikla orku. Hún hefur verið að kljást við erfið meiðsli en er að koma til baka núna og verið frábær. Vonandi nær hún að vaxa og verða leiðtogi fyrir þetta lið.“ Á milli leikja þarf að hugsa vel um sig. „Við þurfum að njóta í dag svo þurfum við að gera huga okkar og líkama kláran og undirbúa okkur fyrir leikinn á laugardaginn.“
Þór Akureyri VÍS-bikarinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Leik lokið: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Leikurinn endaði 77-75 20. mars 2024 19:15