NOCCO Dusty mæta Sögu í úrslitum Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 22:56 Lið Dusty. F.v.: Eðvarð "EddezeNNN" Þór, Elvar "RavlE" Orri, Þorsteinn "TH0R" Friðfinnsson, Ásmundur "PANDAZ" Viggóson og Stefán "StebbiC0C0" Ingi. NOCCO Dusty mættu liði Aurora í undanúrslitum Stórmeistaramótsins í Counter-Strike fyrr í kvöld. Liðin kepptu upp á að mæta liði Sögu í úrslitaleik mótsins sem er á morgun. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn