NOCCO Dusty mæta Sögu í úrslitum Snorri Már Vagnsson skrifar 22. mars 2024 22:56 Lið Dusty. F.v.: Eðvarð "EddezeNNN" Þór, Elvar "RavlE" Orri, Þorsteinn "TH0R" Friðfinnsson, Ásmundur "PANDAZ" Viggóson og Stefán "StebbiC0C0" Ingi. NOCCO Dusty mættu liði Aurora í undanúrslitum Stórmeistaramótsins í Counter-Strike fyrr í kvöld. Liðin kepptu upp á að mæta liði Sögu í úrslitaleik mótsins sem er á morgun. Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn
Fyrsti leikur viðureignarinnar var spilaður á Nuke. Dusty byrjuðu leikinn töluvert betur og sigruðu fyrstu 10 lotur leiksins áður en Aurora náðu loks að minnka muninn í 10-1. Aurora klóruðu í bakkann í upphafi seinni hálfleiks en Dusty stóðu þó uppi með sigur í fyrsta leik, 13-3. Annar leikur fór fram á Ancient þar sem Aurora hófu leikinn í vörn. Eftir góða byrjun Aurora þar sem þeir sigruðu fyrstu fjórar loturnar áður en Dusty minnkuðu muninn í 4-1. Leikurinn hélst nokkuð jafn þótt Aurora hefði forystuna lengi vel, en Dusty náðu að jafna leikinn í 22. lotu í 11-11. Að lokum sigruðu NOCCO Dusty leikinn 11-13 og tryggðu sig í úrslit með 2-0 sigri í viðureigninni. Dusty munu mæta liði Sögu eftir að þeir tryggðu sig áfram með sigri á Þórsurum. Úrslitakvöldið hefst svo kl. 18:30 í ARENA þar sem leikur Dusty og Sögu hefst kl. 20.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn