„Það verður partý um allan bæ“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2024 22:18 Kjartan Már Kjartansson (t.v.), bæjarstjóri Reykjanesbæjar, gat leyft sér að fagna eftir sigra Keflavíkur í VÍS-bikarnum í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, var eðlilega ánægður með sitt fólk eftir að Keflavík varð tvöfaldur bikarmeistari í körfubolta í kvöld. Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum. VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
Karlalið Keflavíkur vann þrettán stiga sigur gegn Tindastóli í úrslitum VÍS-bikars karla í kvöld, 92-79, áður en kvennaliðið fylgdi því eftir með stórsigri gegn Þór Ak. í úrslitum VÍS-bikars kvenna, 89-67. Kjartan hafði því góða ástæðu til að fagna með sínu fólki í stúkunni og niðri á velli í Laugardalshöllinni í kvöld og segist hann vera ótrúlega stoltur af liðunum. „Já, mikil ósköp maður. Ekki bara af liðunum í dag, heldur líka okkar stuðningsfólki sem er búið að standa sig frábærlega í dag.“ Fyrri úrslitaleikur dagsins hófst klukkan 16:00 og þeim síðari lauk rétt fyrir klukkan 21:00 og stuðningsfólk Keflavíkur því búið að standa langa vakt. Kjartan segir það þó ekki hafa skipt neinu máli. „Það er enginn að pæla í því. Þetta er bara vinna sem þarf að vinna og við gerðum það. Þetta var algjörlega frábært.“ Þá segir hann einnig að umrædd vinna muni nú halda áfram og að Keflvíkingar séu langt frá því að vera saddir eftir daginn í dag. „Við erum bara á fullu núna og núna er bara úrslitakeppnin framundan. Við förum á fleygiferð í hana og vonandi berum við bara sigur úr býtum þar líka,“ bætti Kjartan við áður en hann fór lauslega yfir það sem væri framundan í Keflavík í kvöld. „Það er bara partý og verður partý um allan bæ held ég,“ sagði Kjartan að lokum.
VÍS-bikarinn Keflavík ÍF Þór Akureyri Tengdar fréttir „Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39 „Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Fleiri fréttir Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sjá meira
„Héldum bara áfram að berja á þeim“ Elisa Pinzan, leikmaður Keflavíkur, var eðlilega í skýjunum eftir að liðið tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með stórsigri gegn Þór Ak. í kvöld. Hún segir það þó ekki skipta máli hversu stór sigurinn er. 23. mars 2024 21:39
„Held að ég hafi aldrei spilað fyrir framan svona marga á Íslandi“ Sara Rún Hinriksdóttir skoraði tíu stig, tók sex fráköst og gaf fimm stoðsendingar er Keflavík tryggði sér bikarmeistaratitil kvenna í körfubolta með 22 stiga sigri gegn Þór Ak. í kvöld, 89-67. 23. mars 2024 21:29
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Þór Ak. 89-67 | Keflavík bikarmeistari eftir stórsigur Keflavík varð í kvöld bikarmeistari kvenna í körfubolta er liðið vann 22 stiga stórsigur gegn Þór Ak. í úrslitum í Laugardalshöll, 89-67. 23. mars 2024 22:03