Verstappen óvænt úr leik eftir örfáar mínútur og Ferrari fagnaði Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2024 09:31 Kampavínið flæddi hjá Ferrari-mönnum eftir kappaksturinn í Ástralíu. Getty/Kym Illman Hlé varð á einokun heimsmeistarans Max Verstappen í Formúlu 1 kappakstrinum í nótt því hann varð að hætta keppni snemma í Ástralíkukappakstrinum. Carlos Sainz vann keppnina. Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl. Akstursíþróttir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Verstappen var að vanda á ráspól en missti Sainz fram úr sér á öðrum hring og Hollendingurinn hætti svo keppni eftir aðeins fjóra hringi, vegna bilunar í hemlabúnaði. Þetta er aðeins í fyrsta sinn í tvö ár sem Verstappen neyðist til að hætta keppni. Það rauk úr bíl Max Verstappen og hann varð að hætta keppni.AP/Scott Barbour Sainz hafði fulla stjórn á hlutunum eftir þetta og liðsfélagi hans, Charles Leclerc, vann sig upp úr 5. sæti í 2. sæti svo að sigur Ferrari var tvöfaldur. Lando Norris hjá McLaren-Mercedes varð í 3. sæti en keppnin endaði á rólegum nótum því kalla þurfti út öryggisbíl eftir árekstur George Russell en hann slapp ómeiddur. McLaren-menn náðu 3. og 4. sætinu því Oscar Piastri komst fram úr Sergio Perez, liðsfélaga Verstappen, sem varð að láta sér 5. sæti nægja. Keppnin hleypti strax mun meiri spennu í keppnina um heimsmeistaratitilinn en Verstappen er enn efstur með 51 stig. Leclerc kemur næstur með 47 og Pérez er með 46, en Sainz er með 40 stig í 4. sæti eftir að hafa misst af keppninni í Sádi Arabíu vegna meiðsla. Red Bull er efst í keppni bílasmiða með 97 sti gen Ferrari er núna nærri með 93 stig. Næsta keppni er í Japan, 7. apríl.
Akstursíþróttir Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira