Helga bætist líklega í hópinn á miðvikudag Jakob Bjarnar skrifar 25. mars 2024 08:43 Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar hyggur á breytingar og hefur boðað blaðamenn á sinn fund á miðvikudag. Íris Dögg Einarsdóttir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, býður fjölmiðla velkomna til heimilis síns klukkan 12 miðvikudaginn 27. mars. Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona. Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Svo segir í tilkynningu sem Laila Sæunn Pétursdóttir hefur, fyrir hönd Helgu, sent til fjölmiðla. Helga hefur undanfarin rúm átta ár gegnt starfi forstjóra Persónuverndar en íhugar nú breytingar. Í tilkynningunni kemur fram að hún bjóði „til ávarps og stutts samtals um embætti forseta Íslands en hún hefur á undanförnum vikum fengið áskoranir til forsetaframboðs úr ýmsum áttum.“ Af þessu er ekki hægt að ráða annað en að Helga ætli að bætast í hóp þeirra sem ætla að bjóða sig fram í komandi forsetakosningum. Nú eru 42 sem eru skráðir á lista hjá island.is með það fyrir augum að þeir séu að safna undirskriftum. En fram hefur komið að einhver hluti þeirra sé þarna meira í gríni en alvöru. Helga bætist væntanlega í þann hóp fjótlega en hún hefur verið orðuð við framboð lengi. Nú ríkir veruleg spenna um hvort Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra láti slag standa en sú ákvörðun verður ekki léttvæg fundin, það myndi setja ríkisstjórnarsamstarfið í uppnám. Þeir sem eru þegar komnir fram og mega heita raunverulegir kandídatar eru Halla Tómasdóttir forstjóra BTeam, Baldur Þórhallsson prófessor, Sigríður Hrund Pétursdóttir framkvæmdastjóri, Arnar Þór Jónsson lögmaður, Ástþór Magnússon og Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona.
Forsetakosningar 2024 Persónuvernd Stjórnsýsla Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09 Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10 „Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11 Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Halla býður sig fram til forseta Halla Tómasdóttir stefnir að því að verða næsti forseti Íslands. Halla tilkynnti um framboð sitt til forseta á blaðamannafundi í Grósku í Vatnsmýri í Reykjavík í hádeginu í dag. Fjöldi stuðningsmanna Höllu hafði þar safnast saman. 17. mars 2024 12:09
Baldur býður sig fram Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði, hefur tilkynnt um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Það gerði hann á opnum fundi í Bæjarbíói í Hafnarfirði rétt í þessu. 20. mars 2024 12:10
„Ég ætla að fórna mér í framboðsbaráttu fyrir þig“ Ásdís Rán Gunnarsdóttir, athafnakona og fyrirsæta, vill að hópur frambjóðenda í forsetakosningunum í sumar sé sem fjölbreyttastur. Því hyggst hún fórna sér í baráttuna, segist vera komin í óformlegt forsetaframboð og safnar nú undirskriftum til þess að geta tekið þátt í kosningunum. 20. mars 2024 09:11
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42
Ástþór eyðir milljónum en næsti frambjóðandi þúsundköllum: „Það væsir ekkert um mig fjárhagslega“ Ástþór Magnússon hefur 28 ára reynslu af því að bjóða sig fram til forseta og hann er hvergi nærri hættur. Hann er byrjaður snemma að auglýsa framboð sitt að þessu sinni og notar samfélagsmiðla til þess. 18. mars 2024 08:01
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51