Samkvæmt heimildum ESPN þá hafa lið í ensku úrvalsdeildinni einnig áhuga á kaupa íslenska landsliðsmanninn í sumar.
Albert hefur skorað tíu mörk fyrir Genoa í ítölsku deildinni á tímabilinu og skoraði þrennu í 4-1 sigri á Ísrael í umspilinu á fimmtudaginn.
Source: Genoa's Gudmondsson drawing PL interest
— ESPN Soccer (@ESPNsoccer) March 25, 2024
A number of Premier League clubs are ready to rival Juventus and Inter Milan to sign Iceland striker Albert Gudmundsson this summer, a source has told ESPN.https://t.co/2pHhm8rNhn
Það bendir flest til þess að Albert yfirgefi Genoa eftir tímabilið. Hann er 26 ára gamall og á nú sín bestu ár fram undan.
Í frétt ESPN er talað um að Albert hafi eytt tíma með unglingaliði Arsenal en hann fór til Hollands þar sem hann spilaði fyrir bæði PSV Eindhoven og AZ Alkmaar.
Samningur Alberts við Genoa er til ársins 2027 og það er talið líklegt að ítalska félagið vilji fá á milli fimmtán og tuttugu milljón punda fyrir íslenska framherjann.
Albert vakti mikla athygli á sig með frammistöðu sinni á móti Ísrael og fær annað tækifæri til að sýna sig og sanna á móti Úkraínu annað kvöld.