Landslið karla í fótbolta

Fréttamynd

Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með lands­liðið

Kári Árnason, yfirmaður knattspyrnumála hjá Víkingi Reykjavík vissi að einn daginn kæmi að þeim tímapunkti að félagið þyrfti að horfa á eftir þjálfara sínum Arnari Gunnlaugssyni til annarra starfa. Kári er ánægður með að Sölvi Geir Ottesen taki við keflinu í Víkinni og er, sem fyrrverandi varnarmaður með ákveðna skoðun á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með íslenska landsliðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Bitur reynsla Arnars nú skila­boð til leik­manna Ís­lands: „Í guðanna bænum“

Skila­boð Arnars Gunn­laugs­sonar, nýráðins lands­liðsþjálfara ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu, til leik­manna sinna í lands­liðinu eru skýr og þau skila­boð dregur hann sem lær­dóm af sínum lands­liðs­ferli. Hann vill að leik­menn Ís­lands taki lands­liðs­ferlinum ekki sem sjálfsögðum hlut. „Þetta er mesti heiður sem þér getur hlotnast sem leik­maður, að spila fyrir þína þjóð.“

Fótbolti
Fréttamynd

„Hluti af mér sem per­sónu að hafa smá skap“

Arnar Gunnlaugsson, nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, segist ekki geta lofað því að hann hemji skap sitt betur í nýja starfinu en sem þjálfari Víkings, en hann missti af fimm leikjum liðsins í fyrra vegna leikbanna. Hann ætli þó að reyna og segir VAR-umhverfið í alþjóðlegum fótbolta henta sér betur.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefði viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir Arnar frá KSÍ

Forráða­menn Víkings Reykja­víkur hefðu viljað fá miklu hærri upp­hæð fyrir fyrr­verandi þjálfara sinn, Arnar Gunn­laugs­son, frá KSÍ. Arnar var kynntur sem nýr lands­liðsþjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins í fót­bolta í gær. Víkingar vildu ekki standa í vegi Arnars að drauma­starfinu og telja að endingu að niður­staðan viðræðanna sé eitt­hvað sem að allir geti verið sáttir við.

Fótbolti
Fréttamynd

Freyr gaf KSÍ tveggja sólar­hringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“

Freyr Alexandersson, nýráðinn þjálfari Brann, gaf forráðamönnum KSÍ 48 klukkustundir eftir fund þeirra í síðustu viku til þess að gera upp við sig hvort þeir vildu bjóða honum starf landsliðsþjálfara íslenska karlalandsliðsins. Á sama tíma biðu forráðamenn Brann þolinmóðir og á endanum ákvað Freyr að halda til Noregs. 

Fótbolti
Fréttamynd

Starfsviðtöl að baki og nú þarf að á­kveða sig

Starfsviðtöl mögulegra landsliðsþjálfara karla í fótbolta eru afstaðin og það eina sem stendur eftir er að ákveða hvern aðilanna þriggja sem koma til greina á að ráða. Þetta segir Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, í samtali við Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Högmo kom ekki í við­tal hjá KSÍ

Norðmaðurinn Per Matthias Högmo var ekki boðaður til viðtals hjá KSÍ vegna landsliðsþjálfarastarfs karla í fótbolta. Hann hefur verið orðaður við starfið en er að taka við Molde í heimalandinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Mikil­vægasta ráðning í langan tíma“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var gripinn í viðtal strax eftir fund með stjórn KSÍ á Hilton Nordica í Reykjavík í dag. Hann segir stjórn KSÍ nú standa frammi fyrir mikilvægustu ráðningu í íslenskum fótbolta í langan tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar fundar með KSÍ

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, virðist færast sífellt nær því að verða kynntur sem nýr landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Brann einnig rætt við Frey

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Brann hafa verið með Frey Alexandersson í sigtinu sem mögulegan næsta þjálfara liðsins, og átt við hann samtal að minnsta kosti einu sinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar ekki heyrt frá KSÍ: „Ekki flókið í mínum huga“

Arnar Gunn­laugs­son, þjálfari Víkings Reykja­víkur, hefur ekkert heyrt frá KSÍ varðandi stöðu þjálfara karla­lands­liðs Ís­lands í fót­bolta. Sam­bandið þar af leiðandi ekki beðið Víkinga um leyfi að ræða við Arnar sem reiknar með því, eins og staðan er í dag, að stýra Víkingum í Sam­bands­deild Evrópu í febrúar. Hlutirnir geti hins vegar breyst fljótt í fót­bolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­hugi á Arnóri innan sem og utan Eng­lands

Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir einbeitingu sína alfarið á því að ná sér góðum á nýjan leik. Skagamaðurinn er að renna út á samningi hjá B-deildar liði Blackburn Rovers á Englandi en þar í landi sér hann framtíðina og draum sinn.

Fótbolti