Erlent

Brú hrundi eftir á­rekstur í Baltimor­e

Atli Ísleifsson skrifar
Brúin er sú lengsta í Baltimore, um 2,6 kílómetrar að lengd.
Brúin er sú lengsta í Baltimore, um 2,6 kílómetrar að lengd. AP

Francis Scott Key-brúin í Baltimore í Maryland í Bandaríkjunum hrundi í nótt eftir að gámaflutningaskipi var siglt á brúna.

Á myndskeiðum á samfélagsmiðlum má sjá hvernig skipinu er siglt á einn brúarstólpann og hvernig stálbrúin hrynur í Patapsco-ána.

Slökkviliðsstjóri Baltimore-borgar segir að allt að tuttugu verkamenn hafi fallið í ána, en að þó eigi enn frekari upplýsingar eftir að berast um atvikið.

Skipið sem sigldi á brúarstólpann nefnist Dali og er skráð í Singapúr. Talsmaður fyrirtækisins segir að enginn um borð í skipinu hafi slasast.

Áreksturinn varð um klukkan hálf tvö í nótt að staðartíma. Brúin er sú lengsta í borginni, um 2,6 kílómetrar, og var hún vígð árið 1977.

Fréttin hefur verið uppfærð.

Francis Scott Key-brúin eins og hún leit út. Brúin er nefnd í höfuðið á höfundi bandaríska þjóðsöngsins.Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×