Léttist um sjö kíló og fegin að hafa tekist það án megrunarlyfja Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. apríl 2024 20:00 Maríanna segist þakklátust fyrir það að heilaþokan sé horfin eftir að hún söðlaði um og breytti um lífsstíl í upphafi árs. Maríanna Pálsdóttir eigandi Snyrtistofu Reykjavíkur segir líðan sína aldrei hafa verið betri síðan hún vatt kvæði sínu í kross í janúar og breytti algerlega um lífsstíl. Úr því að vera viðskiptavinur ársins í bakaríum landsins þá hætti hún að borða allan sykur og kolvetni og segir líkamlega og andlega heilsu sína aldrei hafa verið betri. „Ég var komin á frekar slæman stað andlega og líkamlega í janúar. Það var þessi kaldi vetur, brjálað að gera á stofunni og engan tíma til að hugsa um sjálfa mig, það var ótrúlega mikið stress og streita sem hafði mjög mikil áhrif á mig svo að cortisol levelið hjá mér var komið upp í rjáfur og ég varð einfaldlega að skipta um takt í lífinu og gera breytingar,“ segir Maríanna í samtali við Vísi. Hún segist hafa íhugað hvað sig hafi langað til að gera og rekist á ráðleggingar Gary Brecka, áhrifavalds á Instagram. Hún segist hafa heillast af ráðleggingum áhrifavaldsins. „Ég fylgist með honum og fer að skoða öll vídeóin sem hann hefur sett inn og þá dett ég niður á vídeó þar sem hann ráðleggur fólki að gera reglulega 72 klukkustunda vatnsföstur. Það verður svo upphafið að minni lífstílsbreytingu,“ segir Maríanna. Maríanna segist hafa reynt ýmislegt áður til þess að komast að því hvað hentar henni. Gamla stýrikerfið loksins uppfært „Þar drakk ég bara vatn og tók inn sölt, fastaði í 72 klukkutíma og það gerði alveg ótrúlega hluti fyrir mig. Það er eins og allt kerfið mitt hafi verið endurræst og að skipt hafi verið um forrit í kollinum á mér. Gamla Windows 99 kerfið fékk að fjúka og uppfært í 2024.“ Maríanna segist hafa upplifað þennan tímapunkt sem nýtt upphaf. Þetta hafi verið tilfinning sem hún hafi upplifað í líkamanum og í huganum. Þá hafi hún ákveðið að prófa að fasta áfram á hverjum degi og í framhaldi af því hafi hún ákveðið að prófa ketó mataræði. „Þá fasta ég í sextán klukkutíma og hef átta klukkutíma glugga til þess að borða. Svo ákvað ég að fara á ketó líka og tók út öll kolvetni og borða mest megnis bara prótein og fitu. Þannig að ég er 100% á þessu mataræði og það er beinlínis að leka af mér lýsið.“ View this post on Instagram A post shared by Maríanna Pálsdóttir (@mariannapals) Ógeðslegt að afeitra sig af sykri Maríanna segir að það merkilegasta sem hún hafi upplifað við þessar lífstílsbreytingar hafi verið að heilaþokan sem hún upplifði hafi horfið. Það hafi í raun verið meiri sigur en að losna við einhver aukakíló. „Það er eins og það hafi verið dregið frá gardínu sem var yfir heilanum mínum. Ég sé einhvern veginn allt svo skýrt núna og er með þúsund sinnum meiri fókus en áður. Ég næ að klára það sem ég byrja á og hef mikið meiri þolinmæði og þrautseigju til að takast á við öll þau verkefni sem felast í því að vera móðir fjögurra barna, reka fyrirtæki og stórt heimili.“ Hún segir það vera mestu gæfuna. Hún segist helst rekja þessar breytingar til þess að hún sé hætt að borða sykur. „Mér finnst auðvitað að sykur ætti að vera bannaður. Það var brjálæðislega erfitt að afeitra sig af sykri. Þetta var fjögurra daga helvíti sem tók við hjá mér þegar ég fór í gegnum þann fasa.“ Sykurinn tók Maríanna út í byrjun janúar en hún tekur sérstaklega fram að það eigi líka sinn þátt í góðum árangri að hún hafi undanfarin þrjú ár ekki smakkað sopa af áfengi. „Það eitt og sér hefur gefið mér nýtt líf. Það hefur allt farið upp á við í mínu lífi eftir að ég tók ákvörðun um að velja mér það að neyta ekki áfengis.“ En Maríanna segir það hafa verið mjög erfiða raun að taka út sykurinn. Hún segist skilja vel þá sem ekki geta ímyndað sér að hætta að borða sykur. „Þessu hefur verið líkt við það þegar heróínsjúklingur losar sig við heróínið úr líkamanum. Ég þurfti að loka mig af inni í herbergi og var ekki viðræðuhæf. Ég var með klikkaðan hausverk og mér leið ógeðslega. Ég svitnaði og svitnaði og svitnaði. Þetta er ógeðslegt eitur.“ Ræddi um sykursýkislyf við lækninn Maríanna var á sama tíma mjög dugleg að sækja heita styrktartíma í Hreyfingu. Hún segir tímana þar og þjálfarana þar vera þeir allra bestu og hafi gert gríðarlega mikið fyrir sig. Hún segist vera alsæl með lífstílsbreytinguna og segist hafa fundið það út hvað hentaði sér með því að vera opin fyrir því að prófa nýja hluti og ekki gefast upp. „Ég prófaði til dæmis að vera vegan og það hentaði mér engan veginn. Bara núll. Ég hef prófað að gera allskonar og ég var eiginlega bara komin þangað að þear ég fór til læknis þá reyndi ég að fá þessar sykursýkissprautur. Ég reyndi það en læknirinn sem betur fer bara horfði bara á mig og spurði hvort ég væri ekki í lagi?“ segir Maríanna hlæjandi. Eins og greint hefur verið frá hafa megrunarlyf líkt og Ozempic og Saxenda aldrei verið vinsælli. Maríanna segist óska þess að fleiri læknar myndu leggja áherslu á að reyna aðra hluti með einstaklingum fyrst áður en þeim er útvísað lyfjunum. Þeim ætti að vera hjálpað að hafa hugrekki til þess að stíga upp og setja eigin heilsu í fyrsta sæti. „Það er heimsmet hvað það eru margir á þessu á Íslandi. Og fyrir mig að hafa einhvern veginn ætlað að reyna þetta, að fara stuttu leiðina...ég er svo ógeðslega stolt af mér að hafa ekki gert það heldur bara farið þessa leið. Þetta er búið að vera blóð, sviti og tár í alvöru. Þetta þýðir að ég þarf á hverjum einasta degi að setja á mig mindsettið: Haltu áfram, ekki gefast upp, haltu áfram, ekki gefast upp!“ Maríanna er ekki með áramótaheit til eins árs eins og svo margir aðrir, heldur mörg ár fram í tímann. Ætlar að lifa lengi Maríanna segir lífstílsbreytingar snúast um að sýna sjálfsstjórn og aga. Ef viðkomandi geti það ekki muni hann aldrei getað snúið lífsstílnum við. Hún hafi sjálf heitið sjálfri sér því að lifa lengi. „Ég var til dæmis spurð að því um áramótin hvert áramótaheitið mitt væri. Ég svaraði: Heyrðu áramótaheitið mitt í ár er 50 ár fram í tímann! Ég ætla að gera langtíma markmið og það er að vera heilbrigð og hraust 90 ára gömul kona,“ segir Maríanna. „Ég ætla að verða eld gömul, heilbrigð, fersk kona að ferðast um heiminn og til þess að það geti orðið að veruleika þá verð ég að setja heilsuna mína í algeran forgang strax. Að finna sig missa tökin á líkamlegri og andlegri heilsu er ekki góður staður að vera á en það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og velja sér það að vera heill. Ef heilsan þín fer þá áttu lítið sem ekkert. Þá skipta peningar eða status engu máli, þá getur þú hent öllu þínu egó brjálæði út um gluggann, af því að þá ertu svo gott sem game over. Þetta eru engin geimvísindi heldur mjög einfalt ef út í það er farið og mundu að þú hefur val, taka ábyrgð á sjálfum þér og gera eitthvað í málunum eða sitja eftir og missa af leiknum sem lífið er!“ Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira
„Ég var komin á frekar slæman stað andlega og líkamlega í janúar. Það var þessi kaldi vetur, brjálað að gera á stofunni og engan tíma til að hugsa um sjálfa mig, það var ótrúlega mikið stress og streita sem hafði mjög mikil áhrif á mig svo að cortisol levelið hjá mér var komið upp í rjáfur og ég varð einfaldlega að skipta um takt í lífinu og gera breytingar,“ segir Maríanna í samtali við Vísi. Hún segist hafa íhugað hvað sig hafi langað til að gera og rekist á ráðleggingar Gary Brecka, áhrifavalds á Instagram. Hún segist hafa heillast af ráðleggingum áhrifavaldsins. „Ég fylgist með honum og fer að skoða öll vídeóin sem hann hefur sett inn og þá dett ég niður á vídeó þar sem hann ráðleggur fólki að gera reglulega 72 klukkustunda vatnsföstur. Það verður svo upphafið að minni lífstílsbreytingu,“ segir Maríanna. Maríanna segist hafa reynt ýmislegt áður til þess að komast að því hvað hentar henni. Gamla stýrikerfið loksins uppfært „Þar drakk ég bara vatn og tók inn sölt, fastaði í 72 klukkutíma og það gerði alveg ótrúlega hluti fyrir mig. Það er eins og allt kerfið mitt hafi verið endurræst og að skipt hafi verið um forrit í kollinum á mér. Gamla Windows 99 kerfið fékk að fjúka og uppfært í 2024.“ Maríanna segist hafa upplifað þennan tímapunkt sem nýtt upphaf. Þetta hafi verið tilfinning sem hún hafi upplifað í líkamanum og í huganum. Þá hafi hún ákveðið að prófa að fasta áfram á hverjum degi og í framhaldi af því hafi hún ákveðið að prófa ketó mataræði. „Þá fasta ég í sextán klukkutíma og hef átta klukkutíma glugga til þess að borða. Svo ákvað ég að fara á ketó líka og tók út öll kolvetni og borða mest megnis bara prótein og fitu. Þannig að ég er 100% á þessu mataræði og það er beinlínis að leka af mér lýsið.“ View this post on Instagram A post shared by Maríanna Pálsdóttir (@mariannapals) Ógeðslegt að afeitra sig af sykri Maríanna segir að það merkilegasta sem hún hafi upplifað við þessar lífstílsbreytingar hafi verið að heilaþokan sem hún upplifði hafi horfið. Það hafi í raun verið meiri sigur en að losna við einhver aukakíló. „Það er eins og það hafi verið dregið frá gardínu sem var yfir heilanum mínum. Ég sé einhvern veginn allt svo skýrt núna og er með þúsund sinnum meiri fókus en áður. Ég næ að klára það sem ég byrja á og hef mikið meiri þolinmæði og þrautseigju til að takast á við öll þau verkefni sem felast í því að vera móðir fjögurra barna, reka fyrirtæki og stórt heimili.“ Hún segir það vera mestu gæfuna. Hún segist helst rekja þessar breytingar til þess að hún sé hætt að borða sykur. „Mér finnst auðvitað að sykur ætti að vera bannaður. Það var brjálæðislega erfitt að afeitra sig af sykri. Þetta var fjögurra daga helvíti sem tók við hjá mér þegar ég fór í gegnum þann fasa.“ Sykurinn tók Maríanna út í byrjun janúar en hún tekur sérstaklega fram að það eigi líka sinn þátt í góðum árangri að hún hafi undanfarin þrjú ár ekki smakkað sopa af áfengi. „Það eitt og sér hefur gefið mér nýtt líf. Það hefur allt farið upp á við í mínu lífi eftir að ég tók ákvörðun um að velja mér það að neyta ekki áfengis.“ En Maríanna segir það hafa verið mjög erfiða raun að taka út sykurinn. Hún segist skilja vel þá sem ekki geta ímyndað sér að hætta að borða sykur. „Þessu hefur verið líkt við það þegar heróínsjúklingur losar sig við heróínið úr líkamanum. Ég þurfti að loka mig af inni í herbergi og var ekki viðræðuhæf. Ég var með klikkaðan hausverk og mér leið ógeðslega. Ég svitnaði og svitnaði og svitnaði. Þetta er ógeðslegt eitur.“ Ræddi um sykursýkislyf við lækninn Maríanna var á sama tíma mjög dugleg að sækja heita styrktartíma í Hreyfingu. Hún segir tímana þar og þjálfarana þar vera þeir allra bestu og hafi gert gríðarlega mikið fyrir sig. Hún segist vera alsæl með lífstílsbreytinguna og segist hafa fundið það út hvað hentaði sér með því að vera opin fyrir því að prófa nýja hluti og ekki gefast upp. „Ég prófaði til dæmis að vera vegan og það hentaði mér engan veginn. Bara núll. Ég hef prófað að gera allskonar og ég var eiginlega bara komin þangað að þear ég fór til læknis þá reyndi ég að fá þessar sykursýkissprautur. Ég reyndi það en læknirinn sem betur fer bara horfði bara á mig og spurði hvort ég væri ekki í lagi?“ segir Maríanna hlæjandi. Eins og greint hefur verið frá hafa megrunarlyf líkt og Ozempic og Saxenda aldrei verið vinsælli. Maríanna segist óska þess að fleiri læknar myndu leggja áherslu á að reyna aðra hluti með einstaklingum fyrst áður en þeim er útvísað lyfjunum. Þeim ætti að vera hjálpað að hafa hugrekki til þess að stíga upp og setja eigin heilsu í fyrsta sæti. „Það er heimsmet hvað það eru margir á þessu á Íslandi. Og fyrir mig að hafa einhvern veginn ætlað að reyna þetta, að fara stuttu leiðina...ég er svo ógeðslega stolt af mér að hafa ekki gert það heldur bara farið þessa leið. Þetta er búið að vera blóð, sviti og tár í alvöru. Þetta þýðir að ég þarf á hverjum einasta degi að setja á mig mindsettið: Haltu áfram, ekki gefast upp, haltu áfram, ekki gefast upp!“ Maríanna er ekki með áramótaheit til eins árs eins og svo margir aðrir, heldur mörg ár fram í tímann. Ætlar að lifa lengi Maríanna segir lífstílsbreytingar snúast um að sýna sjálfsstjórn og aga. Ef viðkomandi geti það ekki muni hann aldrei getað snúið lífsstílnum við. Hún hafi sjálf heitið sjálfri sér því að lifa lengi. „Ég var til dæmis spurð að því um áramótin hvert áramótaheitið mitt væri. Ég svaraði: Heyrðu áramótaheitið mitt í ár er 50 ár fram í tímann! Ég ætla að gera langtíma markmið og það er að vera heilbrigð og hraust 90 ára gömul kona,“ segir Maríanna. „Ég ætla að verða eld gömul, heilbrigð, fersk kona að ferðast um heiminn og til þess að það geti orðið að veruleika þá verð ég að setja heilsuna mína í algeran forgang strax. Að finna sig missa tökin á líkamlegri og andlegri heilsu er ekki góður staður að vera á en það er aldrei of seint að snúa við blaðinu og velja sér það að vera heill. Ef heilsan þín fer þá áttu lítið sem ekkert. Þá skipta peningar eða status engu máli, þá getur þú hent öllu þínu egó brjálæði út um gluggann, af því að þá ertu svo gott sem game over. Þetta eru engin geimvísindi heldur mjög einfalt ef út í það er farið og mundu að þú hefur val, taka ábyrgð á sjálfum þér og gera eitthvað í málunum eða sitja eftir og missa af leiknum sem lífið er!“
Heilsa Ástin og lífið Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Sjá meira