Skammar lögreglu fyrir að nota lego til að dylja andlit sakborninga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 07:54 Lögreglan í Murrieta leitar nú nýrra leiða til að dylja andlit sakborninga í færslum á samfélagsmiðlum. AP/Lögreglan í Murrieta Lögreglan í Murrieta, í suðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum, hefur verið skömmuð af danska leikfangafyrirtækinu Lego. Það er fyrir að nota myndir af legohöfðum til að dulbúa sakborninga í ljósmyndum sem embættið birtir á samfélagsmiðlum. Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian. Bandaríkin Danmörk Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira
Embættið hefur síðan snemma á síðasta ári límt legohöfuð yfir andlit sakborninga á ljósmyndum sem það hefur birt á netinu. Myndirnar tröllriðu netinu ekki fyrr en í síðustu viku eftir að embættið birti færslu um þessa stefnu sína, sem fjallað var um í fréttum. Í kjölfarið barst ósk frá Lego að lögreglan hætti að nota vörur fyrirtækisins í þessum tilgangi. „Hvers vegna eru andlitin dulin?“ sagði í Instagram-færslu sem lögregluembættið birti 18. mars síðastliðinn. Með færslunni fylgdi mynd af fimm mönnum í haldi lögreglu og var búið að þekja andlit þeirra með höfðum legokarla. Í færslunni var svo vísað til lagaákvæðis, sem tók gildi í Kaliforníu um áramótin, sem takmarkar heimild lögreglu til að deila ljósmyndum af föngum á samfélagsmiðlum. „Lögreglan í Murrieta hreykir sig af upplýsingagjöf til almennings en tryggir á sama tíma réttindi allra, jafnvel grunaðra,“ sagði í færslunni. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Fram kemur í umfjöllun Guardian um málið að víða í Bandaríkjunum tíðkist það hjá lögregluembættum að birta myndir af grunuðum glæpamönnum á samfélagsmiðlum, sem hvatningu fyrir nærsamfélagið að hafa augun opin. Sérfræðingar hafa þó í auknu mæli bent á neikvæðar hliðar þess að birta ljósmyndir af sakborningum á samfélagsmiðlum. Til dæmis geti fangamyndir haft neikvæð áhrif á möguleika fólks til að fá vinnu og svo framvegis. Samkvæmt nýrri löggjöf Kaliforníu þurfa lögregluembætti að fjarlægja myndir af sakborningum af samfélagsmiðlum innan tveggja vikna eftir að þær eru birtar, nema við sérstakar aðstæður, til dæmis ef sakborningur er á hlaupum undan lögreglu eða talinn hættulegur almenningi. Þá er lögreglu bannað að birta myndir af fólki sem ekki hefur sýnt af sér ofbeldishegðun. View this post on Instagram A post shared by Murrieta Police Department (@murrietapd) Lögreglan í Murrieta tók ákvörðun innan sinna veggja í janúar í fyrra að birta almennt ekki myndir af andlitum fólks. 19. mars síðastliðinn greindi embættið svo frá því, eftir ákveðið fjölmiðlafár, að Lego hafi óskað eftir því að vörur þeirra yrðu ekki notaðar í þessum tilgangi. „Við erum að leita nýrra leiða til þess að geta haldið áfram myndbirtingum með svipuðu móti,“ segir Jeremy Durrant, lögreglumaður í samtali við Guardian.
Bandaríkin Danmörk Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Sjá meira