Taíland skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 08:30 Frá Pride-göngu í Bangkok. AP Photo/Sakchai Lalit Taíland tók stórt skref í gær þegar neðri deild þingsins þar í landi samþykkti ný lög, sem heimila samkynja hjónabönd. Efri deild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og samþykki konungsins. Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum. Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum.
Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
„Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11