Taíland

Fréttamynd

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

Stór­stjarna úr tón­listar­heiminum í nýrri seríu White Lotus

Aðdáendur hinna gífurlega vinsælu sjónvarpsþátta The White Lotus bíða eflaust spenntir og jafnvel óþreyjufullir eftir nýrri seríu, sem er væntanleg á næsta ári. Nýverið birtist stutt klippa úr seríu þrjú þar sem kunnuglegir karakterar mæta splunkunýjum á framandi slóðum. K-pop súperstjarnan Lisa úr suður-kóresku stúlknasveitinni BLACKPINK fer þar á meðal með hlutverk. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Neyddist til að af­lífa 125 krókódíla í út­rýmingar­hættu

Krókódíla ræktandi í Taílandi sem gengur undir nafninu „Crocodile X“ segist hafa neyðst til að aflífa 125 krókódíla af tegund sem er í bráðri útrýmingarhættu. Hætta var á að dýrin myndu sleppa af afgirtu svæði þar sem þau voru geymd og greip því eigandinn til þessa örþrifaráðs.

Erlent
Fréttamynd

Spennandi ferðir til Taí­lands og Balí í haust

Heimsferðir bjóða spennandi ferðir á framandi slóðir í haust og vetur, einmitt þegar sólþyrsta Íslendinga vantar meira D vítamín í kroppinn. Annarsvegar er flogið til Taílands og hins vegar til Balí í Indónesíu. Íslensk fararstjórn er i öllum ferðunum.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Ís­lendingurinn á meðal þeirra sem slösuðust

Íslendingurinn sem var meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í gær var meðal þeirra þrjátíu sem fluttir voru á sjúkrahús. Einn lést í ókyrrðinni og sjö slösuðust alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa hrika­legum að­stæðum í flugi Singa­por­e Air­lines: „Það var svo mikið öskrað“

Farþegar í flugvél Singapore Airlines lýsa hrikalegum aðstæðum í mikilli ókyrrð í gær. Vélin var á leið frá London til Singapúr en lenti í Bangkok eftir að hafa lent í ókyrrð. Einn lést og eru tugir slasaðir. 229 voru um borð í vélinni sem er af gerð Boeing 777. Alls voru ríkisborgarar frá 56 löndum í vélinni, þar á meðal einn Íslendingur.

Erlent
Fréttamynd

Ís­lendingur á meðal far­þega í flug­vélinni

Íslendingur var á meðal farþega í þotu Singapore Airlines sem lenti í mikilli ókyrrð í háloftunum með þeim afleiðingum að einn lést og þrjátíu slösuðust. Þetta kemur fram í frétt BBC sem hefur birt lista með þjóðernum farþega vélarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Bana­slys í djamm­ferð á­hafnarinnar breytti öllu

Arnór Sveinsson jógakennari gjörbreytti lífi sínu eftir skyndilegt banaslys frænda síns og náins vinar sem var með honum til sjós. Arnór, sem er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar, hafði verið á sjó síðan hann mundi eftir sér, en eftir slysið fór hann á flakk um heiminn til að læra hugleiðslu, öndun- og kuldaþjálfun.

Lífið
Fréttamynd

Eiður Smári nýtur lífsins í Taí­landi

Eiður Smári Guðjohnsen fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu er meðal fjölmargra Íslendinga sem nýtir tækifærið yfir háveturinn og leitar í sól og sumaryl. Hann skellir sér þó ekki til Tenerife eins og flestir heldur nýtur hann lífsins í Taílandi.

Lífið
Fréttamynd

Segist finna til með kokkinum í Kópa­vogi

Khunying Porntip Rojanasunan, öldungar­deildar­þing­maður í Taí­landi, segist ekki ætla að lög­sækja Ara Alexander Guð­jóns­son, yfir­kokk Tokyo sushi, sem rak hana út af veitinga­stað keðjunnar á Ný­býla­vegi á föstu­dag.

Innlent
Fréttamynd

Rak taí­lenskan þing­mann út af veitinga­stað í Kópa­vogi

Ari Alexander Guðjónsson, yfirkokkur Tokyo sushi, rak taílenska öldungardeildarþingmanninn Porntip Rojanasunan út af veitingastað keðjunnar á Nýbýlavegi í gær. Í myndbandi af gjörningum, sem hann deildi á Facebook, má heyra hann segja að Rojanasunan hafi skaðað Taíland.

Innlent
Fréttamynd

Fast­eigna­mógúll nýr for­sætis­ráð­herra Taí­lands

Bundinn var enda á upplausnarástand sem ríkt hefur í taílenskum stjórnmálum frá þingkosningum í maí þegar ný ríkisstjórn undir forsæti Srettha Thavisin, þekkts fasteignamógúls, var staðfest í dag. Flokknum sem fékk flest atkvæði í kosningunum var haldið frá ríkisstjórn.

Erlent