Ísland sé í torfkofanum í meðferð alvarlegra atvika Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 28. mars 2024 13:32 Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur skrifaði bókina Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins árið 2021. Hún gagnrýnir harðlega meðferð alvarlegra atvika í heilbrigðiskerfinu. Ísland standi hinum Norðurlöndunum langt að baki. Vísir Hjúkrunarfræðingur telur að aðrar Norðurlandaþjóðir taki mun betur á alvarlegum atvikum í heilbrigðisþjónustu en gert sé hér á landi. Hún skorar á Landlækni að stíga fram fyrir hönd sjúklinga. Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg. Heilbrigðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira
Alls hafa á síðustu þremur árum orðið hundrað og sjötíu alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu hér á landi og af þeim er níutíu og eitt dauðsfall. Landslæknisembættið hafði hins vegar ekki tölur um hversu mörg örkuml hefðu orðið upp vegna alvarlegra atvika í á sama tíma. Auðbjörg Reynisdóttir sem starfaði sem hjúkrunarfræðingur hér á landi um árabil og gaf árið 2021 út bók sem nefnist Banvæn mistök íslenska heilbrigðiskerfisins- Hvernig lifir móðir af slíkan missi, segir að Ísland standi Norðurlöndum langt að baki þegar kemur að meðferða slíkra mála í heilbrigðiskerfinu. „Það skortir betri yfirsýn á alvarlegum atvikum hjá Landlæknisembættinu. Í Noregi er fylgst grannt með slíkum málum og gæðaverkefni stöðugt í gangi þar sem sjúklingar og aðstandendur eru líka þáttakendur í mótun kerfisins. Ef horft er til viðbragða sem verða þegar alvarleg atvik koma upp í heilbrigðisþjónustu þá er Ísland í torfkofanum miðað við Noreg þar sem nálgunin er mun faglegri. Loks fá sjúklingar í Noregi afrit af sjúkraskrá sinni þegar þeir útskrifast af spítala en það tíðkast ekki á Íslandi,“ segir Auðbjörg. Hún segir að nánast engar framfarir hafi orðið í meðferð slíkra mála hér á landi. „Nú er ég búin að fylgjast með þessum málum í næstum tuttugu ár, það gerist nánast ekkert á Íslandi. Skýringa gæti verið að finna í smæð samfélagsins, heilbrigðisstarfsmenn eru vinir og ættingjar og þora ekki að segja frá. Þetta tal um álag og fjárskort mun ekkert breytast á næstunni er eingöngu að finna þar,“ segir Auðbjörg. Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Umboðsmaður sjúklinga Auðbjörg segir mikilvægt að sjúklingar fái fleiri tækifæri til að taka þátt í mótun heilbrigðisþjónustu. „Sjúklingar þurfa stuðning til að geta látið vita af óöryggi og efa um að hlutirnir séu gerðir rétt. Þá þarf miklu meiri aðstoð við sjúklinga þegar alvarleg atvik koma upp. Það er til dæmis umboðsmaður sjúklinga til staðar á hinum Norðurlöndunum en ekki á Íslandi. Í því felst að fólki fær talsmann þegar grunur kemur upp um alvarlegt atvik,“ segir Auðbjörg. Auðbjörg telur að Landlæknir þurfi að taka slík mál mun fastari tökum. „Ég tel skorta á viðbrögð hjá Landlækni þegar alvarleg atvik koma upp og skora á embættið að stíga fram fyrir hönd sjúklinga,“ segir Auðbjörg.
Veistu meira um málið? Viljir þú koma upplýsingum um alvarleg atvik í heilbrigðisþjónustu á framfæri vinsamlega sendu á ritstjórn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Heilbrigðismál Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Fleiri fréttir Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Sjá meira