Kaleo gefur út sitt fyrsta lag í þrjú ár Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 29. mars 2024 14:17 Hljómsveitin Kaleo, sem samanstendur af þeim Jökli Júlíussyni, Rubin Pollock, Daníel Kristjánssyni og Davíð Antonssyni, fagnaði tíu ára afmæli á dögunum. Kaleo Stórhljómsveitin Kaleo gaf út sitt fyrsta lag í þrjú ár í dag, Lonely Cowboy. Tónlistarmyndband við lagið, sem tekið var upp í Colosseum í Róm, var jafnframt frumsýnt í dag. „Lonely Cowboy er mjúklega plokkað á kassagítar en hlý rödd söngvarans, gítarleikarans, píanóleikarans og lagahöfundarins Jökuls Júlíussonar, er þó í forgrunni,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrr í mánuðinum fagnaði hljómsveitin tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Colosseum í Róm. Með tónleikunum bættust þeir í hóp rómaðra listamanna sem fengið hafa leyfi til þess að spila í hringleikahúsinu forna. „Þetta lag er búið að gerjast lengi og gaman að gefa það loksins út. Það er svona einskonar evrópskur vestri (e. Spagetti Western). Ég var undir áhrifum ítalska tónskáldsins Ennio Morricone við upptökur á laginu og því var skemmtileg tenging að fá að flytja það inní Colosseum í Róm,” er haft eftir Jökli Júlíussyni, söngvara og lagahöfudar hljómsveitarinnar. Tónlistarmyndbandið má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IfzGg4aPiqM">watch on YouTube</a> „Með laginu „Lonely Cowboy” gefur Kaleo ekkert eftir, hvorki í tón- eða textasmíði. Lagið var frumflutt á tónleikum sem haldnir voru á The Grand Ole Opry í Nashville í Bandaríkjunum árið 2022 við mikinn fögnuð áhorfenda og voru strákarnir í KALEO fyrstu Íslendingarnir til að spila þar. Lagið var einnig nýlega var flutt í Colosseum í Róm við mikinn fögnuð,“ segir í fréttatilkynningu. Kaleo Tónlist Ítalía Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Lonely Cowboy er mjúklega plokkað á kassagítar en hlý rödd söngvarans, gítarleikarans, píanóleikarans og lagahöfundarins Jökuls Júlíussonar, er þó í forgrunni,“ segir í fréttatilkynningu. Fyrr í mánuðinum fagnaði hljómsveitin tíu ára afmæli sínu með tónleikum í Colosseum í Róm. Með tónleikunum bættust þeir í hóp rómaðra listamanna sem fengið hafa leyfi til þess að spila í hringleikahúsinu forna. „Þetta lag er búið að gerjast lengi og gaman að gefa það loksins út. Það er svona einskonar evrópskur vestri (e. Spagetti Western). Ég var undir áhrifum ítalska tónskáldsins Ennio Morricone við upptökur á laginu og því var skemmtileg tenging að fá að flytja það inní Colosseum í Róm,” er haft eftir Jökli Júlíussyni, söngvara og lagahöfudar hljómsveitarinnar. Tónlistarmyndbandið má sjá hér að neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=IfzGg4aPiqM">watch on YouTube</a> „Með laginu „Lonely Cowboy” gefur Kaleo ekkert eftir, hvorki í tón- eða textasmíði. Lagið var frumflutt á tónleikum sem haldnir voru á The Grand Ole Opry í Nashville í Bandaríkjunum árið 2022 við mikinn fögnuð áhorfenda og voru strákarnir í KALEO fyrstu Íslendingarnir til að spila þar. Lagið var einnig nýlega var flutt í Colosseum í Róm við mikinn fögnuð,“ segir í fréttatilkynningu.
Kaleo Tónlist Ítalía Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira