Lífið

Notuðu 36 símaupptökur í lokalaginu sem gerði allt vit­laust

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sóli og Eyþór fóru vel með lagið.
Sóli og Eyþór fóru vel með lagið.

Sóli Hólm fór mikinn í þættinum Kvöldstund með Eyþóri Inga á föstudagskvöldið. Mikil stemning var allan þáttinn en lokalag kvöldsins átti eftir að gera allt vitlaust.

Þá flutti hópurinn lagið Barfly með sveitinni Jeff Who en í þættinum kom í ljós að Sólmundur og söngvari sveitarinnar, Baddi, ættu barn saman. Reyndar er Viktoría Hermannsdóttir, eiginkona Sóla, barnsmóðir Badda.

Það sem gerir flutninginn enn skemmtilegri er að áhorfendur í sal tóku upp flutninginn og voru notaðar 36 mismunandi upptökur úr símum í sal við gerð þáttarins, eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Sóli Hólm og Eyþór Ingi - Barfly





Fleiri fréttir

Sjá meira


×