Tvö mörk Palmer dugðu ekki til sigurs gegn tíu mönnum Burnley 30. mars 2024 17:00 Cole Palmer hefur verið sjóðheitur á tímabilinu og skoraði tvö mörk í dag. Nigel French/PA Images via Getty Images Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sóttu stig úr erfiðri stöðu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í dag. Alex Disasi kom boltanum í netið fyrir Chelsea á 22. mínútu en markið var tekið af vegna handleiks í aðdraganda þess. Lorenz Assignon, hægri bakvörður Burnley, leit sitt annað gula spjald og var rekinn af velli fyrir brot á Mykhalyo Mudryk undir lok fyrri hálfleiks. Vincent Kompany, þjálfari Burnley, ærðist út í dómarann og fékk sjálfur að líta rautt spjald. Ungstirnið sem hefur slegið í gegn á tímabilinu, Cole Palmer, steig á punktinn og skoraði af öryggi með skemmtilegri "Panenka" vippu. Stop that Cole Palmer. pic.twitter.com/VUCGXCuO7r— Stop That Football (@stopthatfooty) March 30, 2024 Þrátt fyrir að mæta manni færri út í seinni hálfleik tókst Burnley að jafna leikinn. Josh Cullen skoraði markið á 47. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig eftir gott samspil við varamanninn Josh Brownhill. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins. Cole Palmer var aftur á ferðinni fyrir Chelsea og kom þeim 2-1 yfir á 78. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir stoðsendingu Raheem Sterling. Það dugði þó ekki til sigurs því Dara O’Shea jafnaði leikinn aftur fyrir Burnley aðeins þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá fyrri markaskoraranum Josh Cullen. Burnley er nú með 18 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Luton Town og Nottingham Forest eru með 22 stig í sætunum fyrir ofan. Enski boltinn
Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley sóttu stig úr erfiðri stöðu þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Chelsea á Stamford Bridge í dag. Alex Disasi kom boltanum í netið fyrir Chelsea á 22. mínútu en markið var tekið af vegna handleiks í aðdraganda þess. Lorenz Assignon, hægri bakvörður Burnley, leit sitt annað gula spjald og var rekinn af velli fyrir brot á Mykhalyo Mudryk undir lok fyrri hálfleiks. Vincent Kompany, þjálfari Burnley, ærðist út í dómarann og fékk sjálfur að líta rautt spjald. Ungstirnið sem hefur slegið í gegn á tímabilinu, Cole Palmer, steig á punktinn og skoraði af öryggi með skemmtilegri "Panenka" vippu. Stop that Cole Palmer. pic.twitter.com/VUCGXCuO7r— Stop That Football (@stopthatfooty) March 30, 2024 Þrátt fyrir að mæta manni færri út í seinni hálfleik tókst Burnley að jafna leikinn. Josh Cullen skoraði markið á 47. mínútu með þrumuskoti fyrir utan teig eftir gott samspil við varamanninn Josh Brownhill. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 70. mínútu leiksins. Cole Palmer var aftur á ferðinni fyrir Chelsea og kom þeim 2-1 yfir á 78. mínútu með laglegri afgreiðslu eftir stoðsendingu Raheem Sterling. Það dugði þó ekki til sigurs því Dara O’Shea jafnaði leikinn aftur fyrir Burnley aðeins þremur mínútum síðar eftir stoðsendingu frá fyrri markaskoraranum Josh Cullen. Burnley er nú með 18 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Luton Town og Nottingham Forest eru með 22 stig í sætunum fyrir ofan.