Fyrsta mark Mason Mount næstum því nóg til að stela sigri 30. mars 2024 22:00 Mason Mount skoraði fyrsta mark sitt fyrir Manchester United í kvöld. Andrew Kearns - CameraSport via Getty Images) Manchester United stal stigi, og næstum því sigri, er liðið heimsótti Brentford í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin skildu jöfn, 1-1, eftir hádramatískan leik þar sem bæði mörk voru skoruð í uppbótartíma. Mason Mount hélt að hann hefði tryggt United sigurinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið á sjöttu mínútu uppbótartíma en Kristoffer Ajer jafnaði metin á 99. mínútu. Brentford var yfirburðalið í allt kvöld, átti fjögur skot í markrammann og meira en þrjátíu marktilraunir. Ivan Toney komst í frábært færi á 24. mínútu en skaut í innanverða stöngina. Miðvörðurinn Zanka skallaði svo boltann í slánna eftir hornspyrnu á 32. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks klippti Yoane Wissa boltann í stöngina eftir misheppnaða hreinsun gestanna frá marki. Bryan Mbuemo skaut svo í fjórða sinn í tréverkið á 78. mínútu eftir klafs í teignum upp úr aukaspyrnu Brentford. Þetta stig er kærkomið fyrir Brentford þar sem þeir höfðu aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum. Brentford hefur sigið niður töfluna og situr nú í 15. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Manchester United er áfram í 6. sæti, átta stigum Tottenham í 5. sæti. Enski boltinn
Manchester United stal stigi, og næstum því sigri, er liðið heimsótti Brentford í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin skildu jöfn, 1-1, eftir hádramatískan leik þar sem bæði mörk voru skoruð í uppbótartíma. Mason Mount hélt að hann hefði tryggt United sigurinn með sínu fyrsta marki fyrir félagið á sjöttu mínútu uppbótartíma en Kristoffer Ajer jafnaði metin á 99. mínútu. Brentford var yfirburðalið í allt kvöld, átti fjögur skot í markrammann og meira en þrjátíu marktilraunir. Ivan Toney komst í frábært færi á 24. mínútu en skaut í innanverða stöngina. Miðvörðurinn Zanka skallaði svo boltann í slánna eftir hornspyrnu á 32. mínútu. Í upphafi seinni hálfleiks klippti Yoane Wissa boltann í stöngina eftir misheppnaða hreinsun gestanna frá marki. Bryan Mbuemo skaut svo í fjórða sinn í tréverkið á 78. mínútu eftir klafs í teignum upp úr aukaspyrnu Brentford. Þetta stig er kærkomið fyrir Brentford þar sem þeir höfðu aðeins fengið eitt stig úr síðustu sex leikjum. Brentford hefur sigið niður töfluna og situr nú í 15. sæti, fimm stigum frá fallsæti. Manchester United er áfram í 6. sæti, átta stigum Tottenham í 5. sæti.