Fótbolti

Dilja Ýr á­fram á skotskónum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers er komin með nítján mörk á leiktíðinni.
Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers er komin með nítján mörk á leiktíðinni. @ohlwomen

Íslenska landsliðskonan Diljá Ýr Zomers heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Leuven í belgíska boltanum.

Diljá Ýr skoraði tvö mörk í dag þegar Leuven vann 4-3 útisigur á Gent í efri hluta úrslitakeppninnar í Belgíu. Okkar kona hefur alls skorað nítján deildarmörk á tímabilinu.

Sigurinn skilar Leuven upp í efsta sætið, einu stigi á undan Anderlecht. Þetta var þriðji sigur Leuven liðsins í röð í belgísku deildinni en Diljá hefur skorað sex mörk í síðustu tveimur leikjum.

Heimakonur í Gent komust reyndar í 1-0 strax á sjöttu mínútu leiksins en íslenska landsliðskonan sneri við leiknum.

Diljá jafnaði fyrst með skalla á 20. mínútu eftir hornspyrnu Zenia Mertens og kom Leuven síðan yfir fimmtán mínútum síðar með laglegu skoti utan úr teig sem fór í slá og inn.

Marie Detruyer og Saar Janssen komu Leuven síðan í 4-1 sitt hvorum megin við hálfleikinn.

Það leit því út fyrir öruggan sigur en heimakonur setti mikla spennu í lokamínúturnar þegar þær skoruðu tvö mörk, á 69. og 84. mínútu, og minnkuðu muninn i 4-3. Þær náðu þó ekki að jafna metin og L fór heim með öll stigin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×