Á enn kaffisíuna sem textinn við Lífið er yndislegt var skrifaður á Lovísa Arnardóttir og Ómar Úlfur Eyþórsson skrifa 30. mars 2024 15:00 Hreimur viðurkennir að þeir félagar hafi verið örlítið blautir bak við eyrun þegar þeir byrjuðu. Vísir/Daniel Thor Það var ekki margt sem að benti til þess að strákurinn í Nike gallanum og með körfuboltann undir hendinni á Hvolsvelli árið 1994 yrði nokkrum árum síðar ein skærasta poppstjarna þjóðarinnar. En sú varð nú samt raunin. „Það gerðist þarna á sömu vikunni. Þá hitti ég alla toppana í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í viðtali við Ómar Úlf Eyþórsson sem spilar var á Bylgjunni um páskana. Hann segir að hann hafi hitt stóra forstjóra frá bæði Sony og Jive Records en að hann hafi engan veginn gert sér grein fyrir því á þeim tíma hversu „stórir“ þessir menn voru í bransanum. Hann hafi tekið í höndina á þeim og talað við þá um tónlistina sína en þeim hafði áður verið sent „demó“ frá Hreimi. „Ég leyfði þeim að heyra Dreymir. Ég átti enskan texta við það og þeim fannst þetta alveg geggjað.“ Hreimur segir að hann hafi eftir þetta farið út að borða með fjölda manns og svo fengið símtal um að fjögur útgáfufyrirtæki hafi viljað skrá hljómsveitina hjá sér. Samningur upp á tæpar fimmtíu milljónir Þeir enduðu svo á því að skrifa undir samning upp á fimm plötur og áttu að fá 350 þúsund Bandaríkjadali fyrir fyrstu plötuna. Það samsvarar um 48 milljónum íslenskra króna í dag. Hreimur er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Vísir/Daniel Thor „Við héldum áfram að reyna og við fórum í alveg epískan túr til Los Angeles þar sem Capital Records fékk okkur til að spila fyrir sig á showcase-i,“ segir Hreimur og að giggið hafi gott og þeir gott sem búnir að handsala samning. „En við vorum dálítið blautir á bakvið eyrun og áttuðum okkur ekki á því að það voru eiginlega allir á kókaíni þarna. Daginn eftir voru þeir ekki alveg vissir.“ Turnarnir tveir Hreimur settist niður á Bylgjunni með Ómari Úlfi en þeir ólust upp saman á Hvolsvelli. Í þættinum rifja þeir upp ótrúlega velgengni Lands og sona, Ameríkuævintýrið sem hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar árásin var gerð á tvíburaturnana, skammirnar frá Felix Bergsyni og ráðið frá útvarpsmanninum Gulla Helga. Hreimur lýsir því hvernig það hafi verið að byrja í bransanum. Hann segir sem dæmi frá því þegar hljómsveitin átti að hita upp fyrir Greifana en var ekki tilbúin á réttum tíma. „Greifarnir byrjuðu og gáfu okkur pásuna í staðinn. Pældu í meisturum. Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég er að hjálpa til að róta og þá kallar Felix á mig: Ert þú ekki söngvarinn? Komdu! Barbara Streisand og Phil Collins þau rótuðu aldrei,“ segir Hreimur og hlær. Augnablik sem þarf að skrifa um Í viðtalinu fer Hreimur líka yfir það hvernig það kom til að Hreimur samdi eitt ástsælasta þjóðhátíðarlag Íslendinga, Lífið er yndislegt og hverjum var ætlað lagið upprunalega. „Ég á þetta lag alltaf til en fann aldrei íslenska textann við það. Það er ekki fyrr en Guðjón í kók greip í mig eftir eitthvað ball í Vestmannaeyjum. Við erum að labba eftir heitt og sveitt ball og hann segir við mig að ég verði að semja lag um svona móment. „Bara lífið““, segir Hreimur og að hann hafi spurt hvað hann átti við og fengið svarið: „Bara lífið er yndislegt“. Hreimur skrifaði frasann svo á kaffisíu sem hann á enn. Tónlist Bylgjan Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira
„Það gerðist þarna á sömu vikunni. Þá hitti ég alla toppana í tónlistarbransanum í Bandaríkjunum,“ segir Hreimur Örn Heimisson söngvari í viðtali við Ómar Úlf Eyþórsson sem spilar var á Bylgjunni um páskana. Hann segir að hann hafi hitt stóra forstjóra frá bæði Sony og Jive Records en að hann hafi engan veginn gert sér grein fyrir því á þeim tíma hversu „stórir“ þessir menn voru í bransanum. Hann hafi tekið í höndina á þeim og talað við þá um tónlistina sína en þeim hafði áður verið sent „demó“ frá Hreimi. „Ég leyfði þeim að heyra Dreymir. Ég átti enskan texta við það og þeim fannst þetta alveg geggjað.“ Hreimur segir að hann hafi eftir þetta farið út að borða með fjölda manns og svo fengið símtal um að fjögur útgáfufyrirtæki hafi viljað skrá hljómsveitina hjá sér. Samningur upp á tæpar fimmtíu milljónir Þeir enduðu svo á því að skrifa undir samning upp á fimm plötur og áttu að fá 350 þúsund Bandaríkjadali fyrir fyrstu plötuna. Það samsvarar um 48 milljónum íslenskra króna í dag. Hreimur er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar. Vísir/Daniel Thor „Við héldum áfram að reyna og við fórum í alveg epískan túr til Los Angeles þar sem Capital Records fékk okkur til að spila fyrir sig á showcase-i,“ segir Hreimur og að giggið hafi gott og þeir gott sem búnir að handsala samning. „En við vorum dálítið blautir á bakvið eyrun og áttuðum okkur ekki á því að það voru eiginlega allir á kókaíni þarna. Daginn eftir voru þeir ekki alveg vissir.“ Turnarnir tveir Hreimur settist niður á Bylgjunni með Ómari Úlfi en þeir ólust upp saman á Hvolsvelli. Í þættinum rifja þeir upp ótrúlega velgengni Lands og sona, Ameríkuævintýrið sem hvarf eins og dögg fyrir sólu þegar árásin var gerð á tvíburaturnana, skammirnar frá Felix Bergsyni og ráðið frá útvarpsmanninum Gulla Helga. Hreimur lýsir því hvernig það hafi verið að byrja í bransanum. Hann segir sem dæmi frá því þegar hljómsveitin átti að hita upp fyrir Greifana en var ekki tilbúin á réttum tíma. „Greifarnir byrjuðu og gáfu okkur pásuna í staðinn. Pældu í meisturum. Ég mun aldrei gleyma þessu. Ég er að hjálpa til að róta og þá kallar Felix á mig: Ert þú ekki söngvarinn? Komdu! Barbara Streisand og Phil Collins þau rótuðu aldrei,“ segir Hreimur og hlær. Augnablik sem þarf að skrifa um Í viðtalinu fer Hreimur líka yfir það hvernig það kom til að Hreimur samdi eitt ástsælasta þjóðhátíðarlag Íslendinga, Lífið er yndislegt og hverjum var ætlað lagið upprunalega. „Ég á þetta lag alltaf til en fann aldrei íslenska textann við það. Það er ekki fyrr en Guðjón í kók greip í mig eftir eitthvað ball í Vestmannaeyjum. Við erum að labba eftir heitt og sveitt ball og hann segir við mig að ég verði að semja lag um svona móment. „Bara lífið““, segir Hreimur og að hann hafi spurt hvað hann átti við og fengið svarið: „Bara lífið er yndislegt“. Hreimur skrifaði frasann svo á kaffisíu sem hann á enn.
Tónlist Bylgjan Þjóðhátíð í Eyjum Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn Sjá meira