Torsótt hjá Tottenham, sex mörk í seinni hálfleik og jafnræði í Skírisskógi Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. mars 2024 17:13 Heung Min-Son fagnaði sigurmarki sínu af mikilli innlifun, Chloe Knott - Danehouse/Getty Images Fjöldi leikja fór fram í ensku úrvalsdeildinni síðdegis í dag. Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér. Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira
Tottenham lenti í erfiðleikum með Luton en unnu að endingu 2-1. Tahith Chong kom Luton Town óvænt yfir strax á 3. mínútu gegn Tottenham. Andros Townsend, fyrrum leikmaður Tottenham, náði þar góðum spretti upp hægri kantinn og kom boltanum fyrir á Ross Barkley, hann áframsendi á Chong sem kláraði færið af öryggi. Issa Kaboré setti boltann óvart í eigið net í upphafi seinni hálfleiks eftir fyrirgjöf Brennan Johnson og jafnaði leikinn fyrir Tottenham. Luton voru ekki að baki brotnir og komust mjög nálægt því að taka forystuna aftur skömmu síðar eftir hornspyrnu, en Vicario markvörður Tottenham varði vel. Allt leit út fyrir að leikurinn myndi enda með jafntefli en Heung Min-Son skoraði sigurmarkið fyrir Tottenham á 86. mínútu eftir hraða skyndisókn eftir hornspyrnu Luton hinum megin. Aftur var það eftir fyrirgjöf varamannsins Brennan Johnson sem boltinn endaði í netinu. Gaf sigur með sjálfsmarki í uppbótartíma Bournemouth tók á móti Everton og hampaði 2-1 sigri eftir spennandi lokamínútur. Heimamenn voru hættulegri aðilinn lengst af í leiknum og uppskáru loksins mark um miðjan seinni hálfleik. Dominic Solanke stangaði boltann í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá varamanninum Lloyd Kelly. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi. Everton jafnaði á 86. mínútu þegar Neto, markvörður Bournemouth, missti boltann frá sér á Beto, framherja Everton, sem setti hann í netið. Everton tókst þó ekki að sækja stig því Seamus Coleman setti boltann óvart í eigið net í uppbótartíma. Sex mörk í seinni hálfleik Sheffield United komst grátlega nálægt sigri en þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Fulham. Lokatölur 3-3 en öll sex mörk leiksins komu í seinni hálfleik. Ben Brereton Díaz kom heimamönnum yfir á 58. mínútu, Joao Palhinha jafnaði fyrir gestina örskömmu síðar. Tvö mörk til viðbótar frá Oliver McBurnie og Ben Brereton Díaz komu Sheffield 3-1 yfir. Gestirnir gáfust ekki upp. Bobby Reid minnkaði muninn á 86. mínútu og Rodrigo Muniz jafnaði leikinn á þriðju mínútu uppbótartíma. Skildu jöfn í Skírisskógi Crystal Palace heimsótti Nottingham Forest, liðin skildu jöfn að leik loknum, 1-1. Jean-Phillipe Mateta skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Palace á 10. mínútu eftir frábæran spilkafla hjá liðinu og stoðsendingu frá Eberechi Eze. Eze komst svo sjálfur í gott færi í upphafi seinni hálfleiks en hitti í stöngina og tókst ekki að tvöfalda forystuna. Christian Wood jafnaði leikinn fyrir Nottingham Forest á 60. mínútu með góðum skalla sem sveif yfir markvörð Palace. Stöðutöflu ensku úrvalsdeildarinnar má finna hér.
Enski boltinn Mest lesið Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Mikael Neville ósáttur við liðið sitt Fótbolti Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Enski boltinn UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Fleiri fréttir Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Sjá meira