Enski boltinn

Sú sænska tryggði Arsenal deildabikarinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmenn Arsenal fagna Stinu Blackstenius eftir að hún hafði skorað eina mark úrslitaleiksins.
Leikmenn Arsenal fagna Stinu Blackstenius eftir að hún hafði skorað eina mark úrslitaleiksins. Getty/Alex Burstow

Arsenal er enskur deildabikarmeistari kvenna í fótbolta eftir 1-0 sigur á Chelsea í úrslitaleik á Molineux leikvanginum í dag.

Úrslitin réðust ekki fyrr en í seinni hálfleik í framlengingu en sænska landsliðskonan Stina Blackstenius var hetja leiksins.

Draumur Chelsea um að vinna fjórfalt á síðasta tímabili sínu undir stjórn Emmu Hayes er því úti en það er nóg af bikurum eftir fyrir liðið að vinna.

Blackstenius skoraði eina markið á 116. mínútu eftir undirbúning frá Caitlin Foord.

Það setti þó sinn svip á fagnaðarlæti Arsenal að Frida Maanum hneig niður í uppbótatímanum. Líðan hennar er stöðug og hún er með meðvitund.

Þetta er annað árið í röð sem Arsenal vinnur Chelsea í úrslitaleik enska deildabikarsins en liðið vann 3-1 í fyrra. Þetta er í sjöunda sinn sem Arsenal vinnur þennan titil sem er það mesta í sögunni.

Mayra Ramirez hélt hún hefði komið Chelsea yfir á 22. mínútu leiksins en markið var dæmt af með hjálp myndbandsdómgæslu.

Ekkert mark var skorað í venjulegum leiktíma og ekki heldur í fyrri hálfleik í framlengingunni. Það leit hins vegar dagsins ljós þegar það voru fjórar mínútur í vítakeppni.

Hin kanadíska-íslenska Cloé Eyja Lacasse var í byrjunarliði Arsenal og spilaði fyrstu 72 mínútur leiksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×