Bein tveggja ára drengs sem hvarf komin í leitirnar Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 07:35 Þessi mynd er ekki af þorpinu sem um ræðir heldur annarri þorpaþyrpingu í frönsku Ölpunum. Getty Bein tveggja ára drengs sem hvarf sporlaust í frönsku smáþorpi síðasta sumar hafa komið í leitirnar. Rannsókn á málinu stendur nú yfir þar sem ekki liggur fyrir hvað henti drenginn. Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði. Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Hinn tveggja ára gamli Emile Soleil hvarf sporlaust þann 8. júlí í fyrra þegar hann dvaldi hjá ömmu sinni og hafa í þorpi í frönsku Ölpunum. Tveir nágrannar voru þeir síðustu sem sáu ferðir hans þar sem hann gekk einn um götur þorpsins Le Vernet. „Á laugardaginn bárust lögreglu fregnir af beinafundi nálægt Le Vernet-þorpi,“ hefur Guardian eftir Jean-Luc Blachon saksóknari. Erfðarannsóknir hafi staðfest að beinin tilheyrðu Emile litla. Engar upplýsingar liggja fyrir um dánarorsök drengsins en Jean-Luc segir að meinafræðingar séu að rannsaka beinin sem voru fundinn af fjallgöngumanni skammt frá bænum. Vegatálma hefur verið komið upp á einu leiðinni inn í bæinn og lögreglan á svæðinu hefur hafið nýja leit á svæðinu sem beinin fundust. Þann 27. mars síðastliðinn var þorpinu lokað af lögregluyfirvöldum til að hægt væri að framkvæma umfangsmeiri leit. 17 manns voru kallaðir til þorpsins. Þar á meðal voru ættingjar Emile, nágrannar ömmu hans og afa og önnur vitni og var ætlunin að endurgera þær aðstæður sem uppi voru daginn sem hann hvarf. Um tuttugu lögregluþjónar stýrðu endursköpuninni og voru drónar notaðir til að taka upp það sem gerðist á jörðu niðri. Í tilkynningu frá foreldrum drengsins segja þau að þessu hafi þau beðið eftir en að það hryggi þau engu að síður. Báðir foreldrar eru heittrúaðir kaþólikkar og segja að nú fái þau loks að halda upp á páska og „vita að þennan páskadaginn vakir Emile yfir þeim í ljósi og blíðu Guðs.“ „Tími er kominn til að syrgja, íhuga og biðja,“ segir í tilkynningunni og þar biðja þau einnig um næði.
Frakkland Erlend sakamál Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira