Áhættan er sögð mest í Grinsons og Valais, þar sem finna má fjölda vinsælla skíðasvæða.
Fjórtán hafa látist í tólf snjóflóðum í Sviss það sem af er þessu skíðatímabili, samkvæmt Institute for Snow and Avalanche Research. Stofnunin segir að ekki sé ólíklegt að fleiri stór, og í einhverjum tilvikum mjög stór, snjóflóð muni falla á næstunni.