Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 10:51 Alex Murdaugh í dómsal í Suður-Karólínu í janúar. AP/Tracy Glantz Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46
Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06