Murdaugh dæmdur í fangelsi í þriðja sinn Samúel Karl Ólason skrifar 2. apríl 2024 10:51 Alex Murdaugh í dómsal í Suður-Karólínu í janúar. AP/Tracy Glantz Alex Murdaugh var í gær enn einu sinni dæmdur í fangelsi og líklega í síðasta sinn. Hann var dæmdur til fjörutíu ára fangelsisvistar í alríkisfangelsi fyrir að hafa stolið peningum af skjólstæðingum sínum og fyrirtæki en hann hafði þegar verið dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi í fyrra fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Þar að auki hafði Murdaugh játað sekt í öðru fjársvikamáli og verið dæmdur til 27 ára fangelsisvistar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun hann afplána fjörutíu ára dóminn samhliða lífstíðarfangelsinu en verði morðdómunum snúið í áfrýjun myndi hann þó þurfa að sitja inn í þessi fjörutíu ár. Morðmál Murdaugh hefur vakið mikla athygli á heimsvísu á undanförnum árum. Eiginkona og sonur Alex Murdaugh, Maggie Murdaugh, 52 ára, og Paul, 22 ára, voru skotin til bana þann 7. júní 2021, nærri hundabúrum á stórri landareign fjölskyldunnar í Suður-Kaliforníu. Morðmálið hefur vaktið mikla athygli í Bandaríkjunum og víðar og hefur meðal annars verið gerð heimildarmynd sem sýnd er á Netflix. Myndin snýr einnig að atviki frá 2019 þegar Paul Murdaugh varð valdur að bátaslysi þar sem ung kona, farþegi í bátnum, dó. Alríkissaksóknarar höfðu eingöngu farið fram á tæplega 22 ára dóm yfir Murdaugh en Richard Gergel, dómarinn í málinu, sagðist hafa dæmt Murdaugh í fjörutíu ára fangelsi vegna þess að hann hafi brotið á fólki í viðkvæmri stöðu. Meðal annars hafi hann stolið af manni sem lamaðist í bílslysi, lögreglumanni sem slasaðist í starfi og stolið úr sjóði fyrir munaðarlaus börn. Gergel sagði Murdaugh hafa rænt fólk sem hafi treyst honum. Rannsakendur telja einnig að Murdaugh hafi sagt ósatt um hvað varð um sex milljónir dala sem hann stal og hvort annar lögmaður hafi hjálpað honum. Auk fangelsisvistarinnar var Murdaugh dæmdur til að greiða tæpar níu milljónir dala í skaðabætur. Eitt málanna sem Murdaugh var ákærður og dæmd fyrir sneri að sonum Gloriu Satterfield, sem starfaði lengi sem ráðskona hjá Murdaugh. Hún dó árið 2018 nokkrum vikum eftir að hún féll á heimili Murdaughs og meiddist á höfði. Murdaugh hét sonum hennar því að sjá um peninga sem synir hennar fengu í tryggingagreiðslu. Þeir sáu þá peninga þó aldrei þar sem Murdaugh rændi þeim, tæplega fjórum milljónum dala. Í dómsal í gær lýsti Murdaugh því yfir að hann væri miður sín yfir brotum sínum. Hann sagðist fullur iðrunar og bauðst til að hitta fórnarlömb sín svo þau gætu sagt við hann það sem þau vildu segja. Murdaugh hefur kennt ópíóðafíkn um brot sín og sagðist vera stoltur af því að hafa neytt neinna efna í 937 daga. Gergel gaf þó lítið fyrir það og sagði að enginn sem væri raunverulega skaddaður vegna fíknar hefði getað skapað það flókna völundarhús skúffufélaga og reikninga sem hann hefði gert og yfir nærri því tuttugu ára tímabil.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46 Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49 Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Murdaugh fær 27 ára dóm fyrir fjársvik gegn viðskiptavinum Bandaríski lögmaðurinn og morðinginn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í 27 ára fangelsi fyrir margvísleg auðgunarbrot á hendur fyrrverandi viðskiptavina sinna. Alls er hann þó sakaður um meira en hundrað auðgunarbrot gegn viðskiptavinum. 28. nóvember 2023 22:46
Síminn og spjaldtölvan tekin af Murdaugh Dæmdi morðinginn Alex Murdaugh hefur misst aðgang sinn að síma og spjaldtölvu. Það er eftir að lögmaður hans tók Murdaugh upp lesa úr dagbók sinni en upptökuna á að nota í heimildarmynd um mál hans. 31. ágúst 2023 13:49
Murdaugh dæmdur í lífstíðarfangelsi Bandaríski lögmaðurinn Alex Murdaugh hefur verið dæmdur í tvöfallt lífstíðarfangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína og son. Murdaugh var dæmdur sekur í nótt en dómskvaðning fór fram nú fyrir skömmu í Suður-Karólínu. 3. mars 2023 15:06