Frábær tilfinning að geta verið fyrirmynd Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. apríl 2024 07:02 Laurasif Nora Andrésdóttir ræddi við blaðamann um nýja kvikmynd, lífið, samfélagsmiðlana og tilveruna. Vísir/Einar „Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér á samfélagsmiðlum. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta,“ segir Laurasif Nora Andrésdóttir. Laurasif er tuttugu ára gömul Kópavogsmær sem hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum TikTok og fer með eitt af aðalhutverkunum í væntanlegri íslenskri kvikmynd sem heitir Einskonar ást. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna. Laurasif byrjaði að gera myndbönd á TikTok í Covid. Hægt og rólega sá hún áhorfstölurnar fara hækkandi og hefur hún fengið ýmis spennandi tækifæri í gegnum samfélagsmiðilinn. Vísir/Einar Heitir Laurasif í einu orði Laurasif fæddist í Amsterdam, er hálf hollensk en ólst mestmegnis upp á Íslandi. Hún er hvað þekktust fyrir myndbönd sem hún gerir á TikTok og hefur sömuleiðis verið í ýmsum auglýsingum en er núna að færa sig yfir í leiklistina. „Ég byrjaði að gera myndbönd inni á TikTok í Covid, eins og svo margir aðrir. Hægt og rólega fór áhorfið að aukast og ég áttaði mig á því að fólk var að fylgjast með. Ég var aðallega að fylgja einhverjum fyndnum trendum en fór svo meira að tala fyrir framan myndavélina. Ég byrjaði alltaf á því að segja: „Ég heiti Laurasif“ svo að fólk myndi átta sig á því að nafnið mitt væri skrifað í einu orði.“ Laurasif og Arnar Gauti fóru í áhrifavaldaferð til Krítar að taka upp efni fyrir TikTok.Aðsend Laurasif fæddist sem áður segir í Hollandi og átti upprunalega að vera með tvö millinöfn, Sif og Nora, í höfuðið á ömmum sínum. „Það mátti ekki heita tveimur millinöfnum þannig að þess vegna heiti ég Laurasif Nora. Þannig að ég tók þetta alltaf skýrt fram á TikTok og fór að búa til myndbönd frá ferðalögum með mömmu minni til dæmis. Mér fannst rosa skemmtilegt að fylgjast með áhorfinu aukast, það er svo gaman að búa til efni en kannski ekki alveg eins skemmtilegt að leggja þessa vinnu í þetta ef enginn sér þetta. Mér fannst líka merkilegt að sjá að fólk hefði í alvöru áhuga á að sjá hvað ég væri að gera, hvert ég væri að ferðast og svoleiðis. Þessu fylgir þó auðvitað smá kvíði líka. Þú hugsar hundrað sinnum um það sem þú ert að setja út áður en þú birtir það. En á heildina litið hefur þetta verið mjög skemmtilegt ferli hingað til.“ @laurasif Maður myndi halda að það væru sushi staðir á öðruhverju horni í UPPRUNALANDI ÞESS? En nei! original sound - Laurasif Hatursfullar og nafnlausar athugasemdir Þó að flest allt sé jákvætt við samfélagsmiðlana að sögn Laurusif má þó alltaf finna neikvæðar hliðar. Þá hafa hatursfullar athugasemdir látið á sér kræla og segir Laurasif ótrúlegt að sjá hvað sumt fólk leyfir sér að segja. „Þegar að ég var í MS áttum við að gera skólakynningu um samfélagsmiðla og athugasemdir fólks eða komment. Ég setti saman alls konar leiðinleg komment á eina glæru og við erum að tala um komment með n-orðinu og fleira. Ég dúndraði þessu öllu saman á eina glæru, sýndi bekknum mínum og kennaranum og sagði: Þetta eru dæmi af kommentum. Allir voru í sjokki. Svo þegar að ég sagði þeim að þetta væru allt komment sem ég sjálf hef fengið þá voru þau í enn meira sjokki. Þetta var allt á íslensku líka. Fólk fattar ekki endilega að það getur hver sem er farið inn á Internetið, búið til gervi aðgang og sagt það sem það langar.“ Hluti af þeim ummælum sem Laurasif hefur þurft að lesa á TikTok hjá sér. Aðsend „Mér persónulega myndi aldrei nokkurn tíma detta í hug að skrifa eitthvað svona eða bara að skrifa neitt leiðinlegt yfir höfuð á netið. Ef ég sé eitthvað á netinu sem mér finnst skrýtið eða ég fíla ekki þá væri það síðasta sem ég myndi gera að skrifa eitthvað við það. Ég skrolla bara fram hjá því. Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér. Það meikar ekki sens í höfðinu á mér. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta.“ Hún segist hafa lært mikið af hugarfari föður síns. „Honum gæti ekki verið meira sama hvað fólki finnst um hann og hann hefur kennt mér svipað hugarfar.“ Laurasif lætur hatursfullar athugasemdir ekki á sig fá. Vísir/Einar Ótal mörg tækifæri út frá TikTok Laurasif er náin foreldrum sínum og fjölskyldu og heldur góðri tengingu bæði við fólkið sitt hér heima og úti í Hollandi. „Auðvitað er ég alltaf sama manneskjan en ég er öðruvísi útgáfa af mér í Hollandi, ég verð líkari fjölskyldunni sem ég er með hverju sinni. Kúltúrinn úti er allt öðruvísi. Mamma mín er frá Suriname í Suður-Ameríku, sem er hollensk nýlenda, og kúltúrinn þar er allt öðruvísi. Að fara til dæmis í afmæli hjá fjölskyldunni minni úti er allt annað dæmi en hér heima.“ @laurasif Kwaku my love, I missed you original sound - Laurasif Laurasif segir að samfélagsmiðlarnir hafi opnað á ótal mörg tækifæri hjá sér, til dæmis hlutverk í bíómynd. „Það er ótrúlega mikið sem hefur komið í kjölfarið á því að ég byrjaði á TikTok. Auðvitað er maður sýnilegri og fyrirtæki og auglýsingaskrifstofur koma frekar auga á mann þegar maður er áberandi á samfélagsmiðlum. Flest öll tækifæri sem ég hef fengið hefur verið vegna þess að TikTok opnaði dyrnar. Til dæmis hef ég fengið að fara til Krítar í verkefni og sömuleiðis til Kaupmannahafnar og Svíþjóðar svo eitthvað sé nefnt. Það er ótrúlega magnað að það að ég hafi verið ein heima að gera myndbönd inni í herbergi hafi leitt til svoleiðis ævintýra. Auðvitað eru leiðinlegar hliðar á flest öllu en jákvæðu hliðarnar eru mun fleiri að mínu mati.“ Laurasif segir jákvæðar hliðar samfélagsmiðlanna fleiri en þær neikvæðu. Vísir/Einar Lærdómsríkt ferli Leikstjóri og handritshöfundur Einskonar ást er Sigurður Anton Friðþjófsson og framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. Með aðalhlutverk fara Kristrún Kolbrúnardóttir, Magdalena Tworek, Edda Lovísa Björgvinsdóttir og Laurasif Nora. Myndin er væntanleg 19. apríl. Hér má sjá stillu úr Einskonar ást: Klippa: Einskonar ást - stikla „Toni leikstjóri og handritshöfundur hefur samband við mig og sendir á mig rosalega langan texta til að taka upp heima sem prufu fyrir myndina. Ég var ein heima og þetta var mjög fyndið ferli hjá mér en þetta gekk allt vel og ég fékk hlutverkið. Við tókum þetta upp fyrir tveimur árum og ég var ennþá í MS þegar við kláruðum. Mér finnst svo langt síðan, ég var svo stressuð að sjá myndina því ég mundi varla hvað ég hafði verið að segja, segir Laurasif og hlær. En svo sá ég myndina og hún er geggjuð.“ Hún segir samleikonur sínar sömuleiðis hafa verið frábærar og hún hafi lært mikið af því að vinna með þeim. „Kristrún er sérstaklega mikill reynslubolti og við erum saman í mörgum senum. Það var ótrúlega gaman að fá að læra af henni.“ Laurasif segist hafa lært heilmikið í tökum við Einskonar ást. Vísir/Einar Ólíkar skoðanir á merkingu sambands Einskonar ást er gaman-dramamynd sem fjallar meðal annars um sambönd og OnlyFans. Laurasif er ekki í sambandi en segir myndina endurspegla þá sambandsmenningu sem henni finnst ríkjandi í dag. „Aðal ástarsambandið í myndinni finnst mér mjög líkt því sem við sjáum í okkar samtíma. Það eru margir óvissir um hvað þeir vilja úr sambandi. Þetta er líka ekki eins einsleitt og þetta var, það er meiri fjölbreytileiki og fólk er með ólíkar skoðanir á því hvað það þýðir að vera að deita. Hvenær má hitta annað fólk og hvenær er fólk „exclusive“, hvenær setur fólk titil á sambandið? Mér finnst fólk í dag ekki alveg tala nógu mikið um hver mörk þeirra eru og hvað þau vilja í sambandinu. Það er svolítið verið að nálgast þetta í myndinni.“ Laurasif í hlutverki sínu í Einskonar ást. Stikla úr kvikmynd Laurasif segist ekki vera að leita að ástinni um þessar mundir þó að hún sé ekki lokuð fyrir henni. „Mér finnst mjög næs að vera ein. Ég er mjög sjálfstæð manneskja og finnst mjög gott að geta skipulagt daginn og lífið út frá sjálfri mér. En ég er ekkert að útiloka neitt. Ég er samt líka að stefna að því að flytja til Hollands í haust, mig langar að fara í skóla að læra markaðsfræði. Ég er búin að vera að auglýsa í nokkur ár þannig að það er kannski bara hentugt að fá gráðu í því,“ segir Laurasif og brosir. Laurasif og mamma hennar eru góðar vinkonur og eru duglegar að ferðast saman. Aðsend Hér má heyra titillag myndarinnar Einskonar ást: Klippa: Einskonar ást - Edda Lovísa Vill vera góð fyrirmynd Hún segir þó að leiklistin heilli hana mikið og áhuginn kviknaði snemma. „Það byrjaði í raun þegar ég var lítil og var að spreyta mig í alls konar verkefnum. Ég var þriggja ára þegar að ég tek þátt í mínu fyrsta verkefni, þætti af Skoppu og Skrítlu, og vakti umhverfið strax áhuga. Ég hef alltaf litið upp til frænku minnar, Hrefnu, sem vill svo skemmtilega til að er Skrítla. Hún hefur undirbúið mig fyrir nánast hverju einustu prufu meðal annars fyrir hlutverkið mitt í myndinni Einskonar Ást og fæ ég klárlega helstu ráð og innblástur frá henni.“ Laurasif ásamt Hrefnu frænku sinni. Vísir/Einar Nokkrum árum síðar fær Laurasif stórt tækifæri. „Þegar að ég er sextán ára fæ ég fyrsta stóra hlutverkið mitt og lék ég í tveimur þáttum af Hollensku þáttaröðinni Brugklas. Þetta eru þættir sem ég var búin að horfa á síðan að ég var krakki. Svo var ég allt í einu mætt á settið og hugsaði bara þetta er sturlun! Það kveikti enn meiri neista hjá mér í leiklistinni sem hefur ekki slokknað og ég gæti alveg séð fyrir mér að gera meira af því í framtíðinni.“ Laurasif Nora fer með hlutverk Marisu. Aðsend Það skiptir Laurusif miklu máli að geta haft jákvæð áhrif í gegnum samfélagsmiðla og hún er meðvituð um að fólk sé að fylgjast með henni, því vill hún geta verið góð fyrirmynd. Aðspurð hvort það sé einhver sem hún sjálf líti upp til segir hún: „Dwayne The Rock Johnson. Hann er alveg myndarlegur en ég dýrka hann meira út af karakternum hans. Hann vann mjög mikið fyrir sínu, kemur ekki frá miklu og hefur náð alveg ótrúlega langt. Hann er alltaf svo peppandi, dýrkar dóttur sína og ég elska vinasamband hans og Kevin Hart. Ég dýrka allt við hann. Ef ég mætti velja eina manneskju til að hitta þá væri það hann, segir hún brosandi. En ég hef mikið tekið eftir því undanfarið að það skiptir máli að geta verið fyrirmynd. Það eru mikið af krökkum að fylgjast með mér og ég er meðvituð um það. Pabbi minn er golfkennari og kennir aðallega krökkum, þeir eru oft að segja honum að þeir hafi séð TikTokin mín. Ég hef líka fengið hann með mér í myndbönd og krakkarnir segja honum þá að þau hafi séð hann á TikTok. Þetta eru líka ekki bara krakkar, ef ég fer niðrí bæ og fólk er búið að fá sér vel í glas kemur það að mér og segist hafa séð myndböndin mín. Þá fattar maður líka að það er alvöru fólk sem er að fylgjast með manni. Það er skemmtileg tilfinning. En ég passa mig mjög mikið hvernig ég kem fram á netinu. Einu sinni blótaði ég á TikTok og ég sá mjög mikið eftir því. Það voru einhverjir ósáttir með það, meðal annars amma,“ segir Laurasif og hlær. Laurasif leggur upp úr því að vera góð fyrirmynd. Vísir/Einar Pabbi aðal pepparinn Hún segist þó ekki taka því persónulega ef fólk gerir lítið úr samfélagsmiðlastarfinu. „Það böggar mig ekkert ef fólk tekur samfélagsmiðlum ekki alvarlega. Ég er líka í fótbolta og annarri vinnu. Ef ég væri aðeins alvarlegri áhrifavaldur þá myndi þetta mögulega fara meira í taugarnar á mér. Ég veit að það lítur kannski ekki út fyrir það fyrir þau sem vita ekki en það fer alveg ótrúlega mikil vinna í þetta. Að taka upp efni, sækja vörur, stússast, framkvæma, klippa og vinna myndböndin. En ef fólk gerir lítið úr því þá er það bara þeirra.“ Laurasif með Sunnevu, Helgu Margréti og Tönju í Svíþjóð með Ginu Tricot.Aðsend Hún segist sömuleiðis heppin að eiga góða að og skortir ekki hvatninguna. „Sérstaklega þegar maður er eitthvað þungur á sér og er að velta fyrir sér hvort maður eigi þessi tækifæri skilið þá er pabbi minn alltaf að minna mig á að ég hafi unnið fyrir þessu með því að halda áfram að gera myndbönd og búa til mitt efni. Það er alltaf gott að fá svoleiðis pepp sko. Pabbi er bókstaflega besti vinur minn.“ Pabbi Laurusifjar er einn af hennar bestu vinum og hún er mjög náin foreldrum sínum. Vísir/Einar Meðvituð um að margir séu að fylgjast með Hún segir þó að það sé mannlegt að geta stundum misst trúna á sjálfri sér. Hún hafi líka minna pælt í áliti annarra þegar að hún var yngri. „Ég var aldrei að pæla neitt í því hvað öðrum fyndist þegar að ég var krakki, ég var bara að gera mitt. Kannski hefur það smá með TikTok að gera að ég er núna farin að hugsa mikið meira út í það hvað ég er að gera og hvernig það kemur út, því það eru svo margir að fylgjast með og ég vil reyna að hafa hlutina fullkomna. Sumir vilja meina að ég sé með fullkomunaráráttu en ég veit ekki alveg með það, það gæti alveg verið eitthvað til í því,“ segir Laurasif og hlær. Laurasif spilaði fótbolta með Breiðablik lengi og spilar nú fyrir ÍR. Aðsend „Það er kannski svona það erfiða við samfélagsmiðlana. Það er smá klikkað að pæla í því að það er fólk í símunum sínum sem sér mig en ég sé þau ekki. Það er sturlað þegar ég fer að pæla í því en ég reyni að hugsa ekki alltof mikið um það. Það skiptir mig þó máli að fylgja mínum gildum og geta verið fyrirmynd fyrir aðra.“ Hún nær þó að taka jákvæðar athugasemdir til sín. „Besti parturinn er að það sé einhver sem lítur upp til mín. Ég man þegar að ég var unglingur þá fylgdist ég með snöppurum eins og Sonju Story, mér fannst hún æðisleg og mig langaði að geta verið eins og hún. Að geta verið hvatning fyrir allavega eina manneskju, mér finnst það frábær tilfinning,“ segir Laurasif að lokum. Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira
Laurasif er tuttugu ára gömul Kópavogsmær sem hefur vakið athygli á samfélagsmiðlinum TikTok og fer með eitt af aðalhutverkunum í væntanlegri íslenskri kvikmynd sem heitir Einskonar ást. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og tilveruna. Laurasif byrjaði að gera myndbönd á TikTok í Covid. Hægt og rólega sá hún áhorfstölurnar fara hækkandi og hefur hún fengið ýmis spennandi tækifæri í gegnum samfélagsmiðilinn. Vísir/Einar Heitir Laurasif í einu orði Laurasif fæddist í Amsterdam, er hálf hollensk en ólst mestmegnis upp á Íslandi. Hún er hvað þekktust fyrir myndbönd sem hún gerir á TikTok og hefur sömuleiðis verið í ýmsum auglýsingum en er núna að færa sig yfir í leiklistina. „Ég byrjaði að gera myndbönd inni á TikTok í Covid, eins og svo margir aðrir. Hægt og rólega fór áhorfið að aukast og ég áttaði mig á því að fólk var að fylgjast með. Ég var aðallega að fylgja einhverjum fyndnum trendum en fór svo meira að tala fyrir framan myndavélina. Ég byrjaði alltaf á því að segja: „Ég heiti Laurasif“ svo að fólk myndi átta sig á því að nafnið mitt væri skrifað í einu orði.“ Laurasif og Arnar Gauti fóru í áhrifavaldaferð til Krítar að taka upp efni fyrir TikTok.Aðsend Laurasif fæddist sem áður segir í Hollandi og átti upprunalega að vera með tvö millinöfn, Sif og Nora, í höfuðið á ömmum sínum. „Það mátti ekki heita tveimur millinöfnum þannig að þess vegna heiti ég Laurasif Nora. Þannig að ég tók þetta alltaf skýrt fram á TikTok og fór að búa til myndbönd frá ferðalögum með mömmu minni til dæmis. Mér fannst rosa skemmtilegt að fylgjast með áhorfinu aukast, það er svo gaman að búa til efni en kannski ekki alveg eins skemmtilegt að leggja þessa vinnu í þetta ef enginn sér þetta. Mér fannst líka merkilegt að sjá að fólk hefði í alvöru áhuga á að sjá hvað ég væri að gera, hvert ég væri að ferðast og svoleiðis. Þessu fylgir þó auðvitað smá kvíði líka. Þú hugsar hundrað sinnum um það sem þú ert að setja út áður en þú birtir það. En á heildina litið hefur þetta verið mjög skemmtilegt ferli hingað til.“ @laurasif Maður myndi halda að það væru sushi staðir á öðruhverju horni í UPPRUNALANDI ÞESS? En nei! original sound - Laurasif Hatursfullar og nafnlausar athugasemdir Þó að flest allt sé jákvætt við samfélagsmiðlana að sögn Laurusif má þó alltaf finna neikvæðar hliðar. Þá hafa hatursfullar athugasemdir látið á sér kræla og segir Laurasif ótrúlegt að sjá hvað sumt fólk leyfir sér að segja. „Þegar að ég var í MS áttum við að gera skólakynningu um samfélagsmiðla og athugasemdir fólks eða komment. Ég setti saman alls konar leiðinleg komment á eina glæru og við erum að tala um komment með n-orðinu og fleira. Ég dúndraði þessu öllu saman á eina glæru, sýndi bekknum mínum og kennaranum og sagði: Þetta eru dæmi af kommentum. Allir voru í sjokki. Svo þegar að ég sagði þeim að þetta væru allt komment sem ég sjálf hef fengið þá voru þau í enn meira sjokki. Þetta var allt á íslensku líka. Fólk fattar ekki endilega að það getur hver sem er farið inn á Internetið, búið til gervi aðgang og sagt það sem það langar.“ Hluti af þeim ummælum sem Laurasif hefur þurft að lesa á TikTok hjá sér. Aðsend „Mér persónulega myndi aldrei nokkurn tíma detta í hug að skrifa eitthvað svona eða bara að skrifa neitt leiðinlegt yfir höfuð á netið. Ef ég sé eitthvað á netinu sem mér finnst skrýtið eða ég fíla ekki þá væri það síðasta sem ég myndi gera að skrifa eitthvað við það. Ég skrolla bara fram hjá því. Ég get ekki skilið þetta hatur sem sumir þurfa bara að gefa frá sér. Það meikar ekki sens í höfðinu á mér. En ég tek þessu alls ekki persónulega, ég bara eyði þessu eða blokka þetta.“ Hún segist hafa lært mikið af hugarfari föður síns. „Honum gæti ekki verið meira sama hvað fólki finnst um hann og hann hefur kennt mér svipað hugarfar.“ Laurasif lætur hatursfullar athugasemdir ekki á sig fá. Vísir/Einar Ótal mörg tækifæri út frá TikTok Laurasif er náin foreldrum sínum og fjölskyldu og heldur góðri tengingu bæði við fólkið sitt hér heima og úti í Hollandi. „Auðvitað er ég alltaf sama manneskjan en ég er öðruvísi útgáfa af mér í Hollandi, ég verð líkari fjölskyldunni sem ég er með hverju sinni. Kúltúrinn úti er allt öðruvísi. Mamma mín er frá Suriname í Suður-Ameríku, sem er hollensk nýlenda, og kúltúrinn þar er allt öðruvísi. Að fara til dæmis í afmæli hjá fjölskyldunni minni úti er allt annað dæmi en hér heima.“ @laurasif Kwaku my love, I missed you original sound - Laurasif Laurasif segir að samfélagsmiðlarnir hafi opnað á ótal mörg tækifæri hjá sér, til dæmis hlutverk í bíómynd. „Það er ótrúlega mikið sem hefur komið í kjölfarið á því að ég byrjaði á TikTok. Auðvitað er maður sýnilegri og fyrirtæki og auglýsingaskrifstofur koma frekar auga á mann þegar maður er áberandi á samfélagsmiðlum. Flest öll tækifæri sem ég hef fengið hefur verið vegna þess að TikTok opnaði dyrnar. Til dæmis hef ég fengið að fara til Krítar í verkefni og sömuleiðis til Kaupmannahafnar og Svíþjóðar svo eitthvað sé nefnt. Það er ótrúlega magnað að það að ég hafi verið ein heima að gera myndbönd inni í herbergi hafi leitt til svoleiðis ævintýra. Auðvitað eru leiðinlegar hliðar á flest öllu en jákvæðu hliðarnar eru mun fleiri að mínu mati.“ Laurasif segir jákvæðar hliðar samfélagsmiðlanna fleiri en þær neikvæðu. Vísir/Einar Lærdómsríkt ferli Leikstjóri og handritshöfundur Einskonar ást er Sigurður Anton Friðþjófsson og framleiðendur eru Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson. Með aðalhlutverk fara Kristrún Kolbrúnardóttir, Magdalena Tworek, Edda Lovísa Björgvinsdóttir og Laurasif Nora. Myndin er væntanleg 19. apríl. Hér má sjá stillu úr Einskonar ást: Klippa: Einskonar ást - stikla „Toni leikstjóri og handritshöfundur hefur samband við mig og sendir á mig rosalega langan texta til að taka upp heima sem prufu fyrir myndina. Ég var ein heima og þetta var mjög fyndið ferli hjá mér en þetta gekk allt vel og ég fékk hlutverkið. Við tókum þetta upp fyrir tveimur árum og ég var ennþá í MS þegar við kláruðum. Mér finnst svo langt síðan, ég var svo stressuð að sjá myndina því ég mundi varla hvað ég hafði verið að segja, segir Laurasif og hlær. En svo sá ég myndina og hún er geggjuð.“ Hún segir samleikonur sínar sömuleiðis hafa verið frábærar og hún hafi lært mikið af því að vinna með þeim. „Kristrún er sérstaklega mikill reynslubolti og við erum saman í mörgum senum. Það var ótrúlega gaman að fá að læra af henni.“ Laurasif segist hafa lært heilmikið í tökum við Einskonar ást. Vísir/Einar Ólíkar skoðanir á merkingu sambands Einskonar ást er gaman-dramamynd sem fjallar meðal annars um sambönd og OnlyFans. Laurasif er ekki í sambandi en segir myndina endurspegla þá sambandsmenningu sem henni finnst ríkjandi í dag. „Aðal ástarsambandið í myndinni finnst mér mjög líkt því sem við sjáum í okkar samtíma. Það eru margir óvissir um hvað þeir vilja úr sambandi. Þetta er líka ekki eins einsleitt og þetta var, það er meiri fjölbreytileiki og fólk er með ólíkar skoðanir á því hvað það þýðir að vera að deita. Hvenær má hitta annað fólk og hvenær er fólk „exclusive“, hvenær setur fólk titil á sambandið? Mér finnst fólk í dag ekki alveg tala nógu mikið um hver mörk þeirra eru og hvað þau vilja í sambandinu. Það er svolítið verið að nálgast þetta í myndinni.“ Laurasif í hlutverki sínu í Einskonar ást. Stikla úr kvikmynd Laurasif segist ekki vera að leita að ástinni um þessar mundir þó að hún sé ekki lokuð fyrir henni. „Mér finnst mjög næs að vera ein. Ég er mjög sjálfstæð manneskja og finnst mjög gott að geta skipulagt daginn og lífið út frá sjálfri mér. En ég er ekkert að útiloka neitt. Ég er samt líka að stefna að því að flytja til Hollands í haust, mig langar að fara í skóla að læra markaðsfræði. Ég er búin að vera að auglýsa í nokkur ár þannig að það er kannski bara hentugt að fá gráðu í því,“ segir Laurasif og brosir. Laurasif og mamma hennar eru góðar vinkonur og eru duglegar að ferðast saman. Aðsend Hér má heyra titillag myndarinnar Einskonar ást: Klippa: Einskonar ást - Edda Lovísa Vill vera góð fyrirmynd Hún segir þó að leiklistin heilli hana mikið og áhuginn kviknaði snemma. „Það byrjaði í raun þegar ég var lítil og var að spreyta mig í alls konar verkefnum. Ég var þriggja ára þegar að ég tek þátt í mínu fyrsta verkefni, þætti af Skoppu og Skrítlu, og vakti umhverfið strax áhuga. Ég hef alltaf litið upp til frænku minnar, Hrefnu, sem vill svo skemmtilega til að er Skrítla. Hún hefur undirbúið mig fyrir nánast hverju einustu prufu meðal annars fyrir hlutverkið mitt í myndinni Einskonar Ást og fæ ég klárlega helstu ráð og innblástur frá henni.“ Laurasif ásamt Hrefnu frænku sinni. Vísir/Einar Nokkrum árum síðar fær Laurasif stórt tækifæri. „Þegar að ég er sextán ára fæ ég fyrsta stóra hlutverkið mitt og lék ég í tveimur þáttum af Hollensku þáttaröðinni Brugklas. Þetta eru þættir sem ég var búin að horfa á síðan að ég var krakki. Svo var ég allt í einu mætt á settið og hugsaði bara þetta er sturlun! Það kveikti enn meiri neista hjá mér í leiklistinni sem hefur ekki slokknað og ég gæti alveg séð fyrir mér að gera meira af því í framtíðinni.“ Laurasif Nora fer með hlutverk Marisu. Aðsend Það skiptir Laurusif miklu máli að geta haft jákvæð áhrif í gegnum samfélagsmiðla og hún er meðvituð um að fólk sé að fylgjast með henni, því vill hún geta verið góð fyrirmynd. Aðspurð hvort það sé einhver sem hún sjálf líti upp til segir hún: „Dwayne The Rock Johnson. Hann er alveg myndarlegur en ég dýrka hann meira út af karakternum hans. Hann vann mjög mikið fyrir sínu, kemur ekki frá miklu og hefur náð alveg ótrúlega langt. Hann er alltaf svo peppandi, dýrkar dóttur sína og ég elska vinasamband hans og Kevin Hart. Ég dýrka allt við hann. Ef ég mætti velja eina manneskju til að hitta þá væri það hann, segir hún brosandi. En ég hef mikið tekið eftir því undanfarið að það skiptir máli að geta verið fyrirmynd. Það eru mikið af krökkum að fylgjast með mér og ég er meðvituð um það. Pabbi minn er golfkennari og kennir aðallega krökkum, þeir eru oft að segja honum að þeir hafi séð TikTokin mín. Ég hef líka fengið hann með mér í myndbönd og krakkarnir segja honum þá að þau hafi séð hann á TikTok. Þetta eru líka ekki bara krakkar, ef ég fer niðrí bæ og fólk er búið að fá sér vel í glas kemur það að mér og segist hafa séð myndböndin mín. Þá fattar maður líka að það er alvöru fólk sem er að fylgjast með manni. Það er skemmtileg tilfinning. En ég passa mig mjög mikið hvernig ég kem fram á netinu. Einu sinni blótaði ég á TikTok og ég sá mjög mikið eftir því. Það voru einhverjir ósáttir með það, meðal annars amma,“ segir Laurasif og hlær. Laurasif leggur upp úr því að vera góð fyrirmynd. Vísir/Einar Pabbi aðal pepparinn Hún segist þó ekki taka því persónulega ef fólk gerir lítið úr samfélagsmiðlastarfinu. „Það böggar mig ekkert ef fólk tekur samfélagsmiðlum ekki alvarlega. Ég er líka í fótbolta og annarri vinnu. Ef ég væri aðeins alvarlegri áhrifavaldur þá myndi þetta mögulega fara meira í taugarnar á mér. Ég veit að það lítur kannski ekki út fyrir það fyrir þau sem vita ekki en það fer alveg ótrúlega mikil vinna í þetta. Að taka upp efni, sækja vörur, stússast, framkvæma, klippa og vinna myndböndin. En ef fólk gerir lítið úr því þá er það bara þeirra.“ Laurasif með Sunnevu, Helgu Margréti og Tönju í Svíþjóð með Ginu Tricot.Aðsend Hún segist sömuleiðis heppin að eiga góða að og skortir ekki hvatninguna. „Sérstaklega þegar maður er eitthvað þungur á sér og er að velta fyrir sér hvort maður eigi þessi tækifæri skilið þá er pabbi minn alltaf að minna mig á að ég hafi unnið fyrir þessu með því að halda áfram að gera myndbönd og búa til mitt efni. Það er alltaf gott að fá svoleiðis pepp sko. Pabbi er bókstaflega besti vinur minn.“ Pabbi Laurusifjar er einn af hennar bestu vinum og hún er mjög náin foreldrum sínum. Vísir/Einar Meðvituð um að margir séu að fylgjast með Hún segir þó að það sé mannlegt að geta stundum misst trúna á sjálfri sér. Hún hafi líka minna pælt í áliti annarra þegar að hún var yngri. „Ég var aldrei að pæla neitt í því hvað öðrum fyndist þegar að ég var krakki, ég var bara að gera mitt. Kannski hefur það smá með TikTok að gera að ég er núna farin að hugsa mikið meira út í það hvað ég er að gera og hvernig það kemur út, því það eru svo margir að fylgjast með og ég vil reyna að hafa hlutina fullkomna. Sumir vilja meina að ég sé með fullkomunaráráttu en ég veit ekki alveg með það, það gæti alveg verið eitthvað til í því,“ segir Laurasif og hlær. Laurasif spilaði fótbolta með Breiðablik lengi og spilar nú fyrir ÍR. Aðsend „Það er kannski svona það erfiða við samfélagsmiðlana. Það er smá klikkað að pæla í því að það er fólk í símunum sínum sem sér mig en ég sé þau ekki. Það er sturlað þegar ég fer að pæla í því en ég reyni að hugsa ekki alltof mikið um það. Það skiptir mig þó máli að fylgja mínum gildum og geta verið fyrirmynd fyrir aðra.“ Hún nær þó að taka jákvæðar athugasemdir til sín. „Besti parturinn er að það sé einhver sem lítur upp til mín. Ég man þegar að ég var unglingur þá fylgdist ég með snöppurum eins og Sonju Story, mér fannst hún æðisleg og mig langaði að geta verið eins og hún. Að geta verið hvatning fyrir allavega eina manneskju, mér finnst það frábær tilfinning,“ segir Laurasif að lokum.
Bíó og sjónvarp Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu „Finnst þér þetta litlir kjúklingavængir í höndunum á mér?“ Ótrúlegur kvöldmatur Bergs Ebba: „Þetta er gott fyrir heilann“ Hvernig hætti ég að feika það? Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Sér eftir því að hafa látið stækka á sér rassinn Heiðdís Rós fann ástina í örmum bílasala í New York Sjá meira