Lífið

Shakira hjólar í Barbie

Jón Þór Stefánsson skrifar
Margot Robbie lék aðalhlutverkið í Barbie, en Shakira var ekki yfir sig hrifin.
Margot Robbie lék aðalhlutverkið í Barbie, en Shakira var ekki yfir sig hrifin. EPA

Kolumbíska poppstjarnan Shakira er ekki hrifin af Barbie-kvikmyndinni. Hún vill meina að myndin dragi úr karlmennsku og ræni karlmönnum möguleikanum á því að vera karlmenn.

Þetta kom fram í viðtali sem tímaritið Allure tók við Shakiru, sem fjallaði að miklu leiti um svokallaðan „úlfynjufemínisma“ hennar (e. She-Wolf Feminism).

Í viðtalinu sagðist Shakira hafa horft á Barbie-mynd Gretu Gerwig sem gerði garðinn frægan síðasta sumar, en Hollywood-stjörnurnar Margot Robbie og Ryan Gosling fóru með aðalhlutverkin.

„Synir mínir gjörsamlega hötuðu hana. Þeim fannst hún afmennskandi. Og ég er sammála þeim upp að ákveðnu marki,“ er haft eftir Shakiru.

„Mér líkar við popp-kúltúr sem reynir að valdefla konur án þess að ræna karlmenn möguleikanum á því að vera karlmenn, að verja og sjá fyrir öðrum. Ég trúi á að konur eigi að fá öll þau tól og traust til þess að gera hvað sem er án þess að við missum eðli okkar, án þess að við missum kvenleika okkar. Ég trúi því að allir karlmenn hafi sinn tilgang í samfélaginu og að konur hafi líka sinn tilgang. Við bætum hvort annað upp og það má ekki glatast.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.