Erlent

Fjórir látnir og 700 særðir eftir 7,4 stiga skjálfta í Taí­van

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á myndum má sjá byggingar sem virðast hreinlega við það að fara á hliðina eftir skjálftann.
Á myndum má sjá byggingar sem virðast hreinlega við það að fara á hliðina eftir skjálftann. AP/Slökkviliðsstofnun Taívan

Gríðarlega stór jarðskjálfti reið yfir á Taívan í nótt en hann mældist 7,4 stig að stærð. Þetta er stærsti skjálfti sem riðið hefur yfir eyjuna í 25 ár. Fjórir eru látnir hið minnsta en rúmlega 700 eru særðir.

Talið er að tæplega 80 séu fastir inni í rústum bygginga. 

Skjálftinn varð í Hualien-héraði sem er í fjöllum Taívan og framkallaði skjálftinn miklar skriður sem mikið tjón hlaust af. Verst er ástandið í Hualien-borg þar sem stórar byggingar eru mikið skemmdar. 

Skjálftinn fannst auk þess vel í höfuðborginni Taipei þar sem háhýsi sveifluðust til. 

Flóðbylgjuviðvaranir voru gefnar út fyrir Tavían og nærliggjandi lönd en þær hafa þó flestar verið afturkallaðar. 

Kínverjar hafa þegar boðist til að aðstoða Taívana við björgunaraðgerðir en afar stirt er á milli landanna tveggja, enda viðurkennir Kína ekki sjálfstæði eyríkisins og gerir tilkall til þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×