Ákvað eftir Fimmvörðuháls að æfa sig fyrir frelsið Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 7. apríl 2024 07:01 Lilja Sigurgeirsdóttir kláraði viðskiptafræði og ætlaði sér að verða verðbréfamiðlari, en komst fljótlega að því að hún væri ekki á réttri hillu. Lilja Lilja Sigurgeirsdóttir, hreyfanleika- og einkaþjálfari lét draum sinn rætast þegar hún stóð á tímamótum í miðjum heimsfaraldri. Þá hafði hún starfað sem flugfreyja hjá Icelandair í nokkur ár og taldi tímabært að söðla um. Lilja er sjálf ekki þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en hún æfði fótbolta frá sex ára aldri upp í meistaraflokk og fór í háskólanám í Bandaríkjunum á fótboltastyrk. Hún kláraði viðskiptafræði og ætlaði sér að verða verðbréfamiðlari, en komst fljótlega að því að hún væri ekki á réttri hillu. Þegar hún var í fæðingarorlofi með frumburð sinn árið 2011 skellti hún sér í einkaþjálfaranám og fékk hálfgerða hugljómun. Lilja „Mér er mjög minnisstætt að ég fór í göngu yfir Fimmvörðuháls með samstarfsfólki mínu og mér fannst heldur hægt farið yfir, of margar nestispásur og ég var svona svolítið „cocky“ með mig í góðu formi og svona. Svo endar þetta bara þannig að ég er bara langsíðust, bara draghölt og komin með í hnén og mjaðmirnar. Svo voru konur og karlar á besta aldri strollandi framhjá mér með göngustafina sína bara. Góðan daginn, er allt í lagi með þig?“ segir Lilja og heldur áfram: „Ég hugsaði bara með mér, heyrðu ég þarf að fara gera eitthvað nýtt og ákvað þarna að nú þyrfti ég fara breyta eitthvað til hvernig ég myndi æfa. Nú þyrfti ég að æfa, ekki fyrir „lookið“ heldur fyrir frelsið til þess að geta gert það sem ég vil gera. Þá fór ég í þessa átt í þjálfun, þessa hreyfanleika þjálfun,“ segir Lilja sem tók ákveðna u-beygju árið 2018 eftir að hafa stundað hreyfingu fimm til sex sinnum í viku með tilheyrandi verkjum í hnjám. Lilja segir frá vegferðinni að bættri líkamlegri líðan og starfi hennar sem hreyfanleikaþjálfari í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndinnar. Stirðir strákar Lilja þjálfar ungmenni í íþróttum í einkaþjálfun og heldur úti námskeiðum sem heita Stirðir strákar og Flex fit, fyrir öll kyn. Lilja „Ég er einnig mikið með flæði, eða movement og í flæðinu er maður að rífa upp púlsinn svolítið vel. Þar næ ég að koma fólki inn í veikleikana sína, án þess að þau nái að hugsa um það. Þú ert að fylgja eftir einhverri hreyfingu án þess að vera horfa í spegil eða slíkt. Þú ert bara að hlusta á líkamann og ekkert flæði er rangt. Þú ert að gera hreyfingu sem einhver annar gerir við hliðina þér öðruvísi en þið eruð bæði að gera hana rétt, bara út frá ykkar getustigi og styrkleikum,“ segir Lilja og heldur áfram: „Ég vil frekar að fólk sé ekki að horfa á sig í spegli en sé bara í vitundinni og hlusta á líkamann því hver hreyfing er einstök. Það er mjög frelsandi og hálfgerð hugleiðsla að hreyfa sig án þess að vera með spegil.“ Að sögn Lilju hefur nútímasamfélag takmarkað hreyfigetu líkamans. Við séum í grunninn veiðimenn sem hreyfðu sig í ólíkum stellingum allan daginn. „Það eina sem við getum gert til þess að spyrna á móti er að hreyfa liðamótin í allar áttirnar sínar og reyna að styrkja og stækka hreyfanleikann út á við, sem nýtist okkur þá í daglegu lífi, áhugamálum og íþróttum,“ segir Lilja. Lilja „Ef við hreyfum ekki liðamótin okkar í allar sínar áttir þá missir líkaminn smám saman þann eiginleika að hreyfa sig í þeim áttum og þá getum við frekar lent í því að meiðast. Við viljum auðvitað halda liðamótunum heilum eins lengi og við lifum,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þess vegna skiptir miklu máli að passa upp á liðamótin sín en þetta hjálpar líka aðeins til að hreinsa burt óhreinindi sem að myndast inn í liðamótunum og getur minnkað möguleikann á því að við fáum slitgigt. Svo veit ég að þessir liðamóta hringir sem ég geri mikið eru að hjálpa fólki sem er með liðagigt,“ segir Lilja en tekur fram að þetta lækni ekki liðagigt. Heilsa Spegilmyndin Tengdar fréttir Sættir sig við að vera bara Berglind eftir gjaldþrotið Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra. 13. mars 2024 20:00 Húðrútína ungmenna geti valdið skaða til framtíðar „Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. 5. febrúar 2024 21:00 Frá sérstökum saksóknara í dáleiðslu „Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“ 7. desember 2023 20:01 Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Lilja er sjálf ekki þessi týpíska liðuga fimleikastelpa en hún æfði fótbolta frá sex ára aldri upp í meistaraflokk og fór í háskólanám í Bandaríkjunum á fótboltastyrk. Hún kláraði viðskiptafræði og ætlaði sér að verða verðbréfamiðlari, en komst fljótlega að því að hún væri ekki á réttri hillu. Þegar hún var í fæðingarorlofi með frumburð sinn árið 2011 skellti hún sér í einkaþjálfaranám og fékk hálfgerða hugljómun. Lilja „Mér er mjög minnisstætt að ég fór í göngu yfir Fimmvörðuháls með samstarfsfólki mínu og mér fannst heldur hægt farið yfir, of margar nestispásur og ég var svona svolítið „cocky“ með mig í góðu formi og svona. Svo endar þetta bara þannig að ég er bara langsíðust, bara draghölt og komin með í hnén og mjaðmirnar. Svo voru konur og karlar á besta aldri strollandi framhjá mér með göngustafina sína bara. Góðan daginn, er allt í lagi með þig?“ segir Lilja og heldur áfram: „Ég hugsaði bara með mér, heyrðu ég þarf að fara gera eitthvað nýtt og ákvað þarna að nú þyrfti ég fara breyta eitthvað til hvernig ég myndi æfa. Nú þyrfti ég að æfa, ekki fyrir „lookið“ heldur fyrir frelsið til þess að geta gert það sem ég vil gera. Þá fór ég í þessa átt í þjálfun, þessa hreyfanleika þjálfun,“ segir Lilja sem tók ákveðna u-beygju árið 2018 eftir að hafa stundað hreyfingu fimm til sex sinnum í viku með tilheyrandi verkjum í hnjám. Lilja segir frá vegferðinni að bættri líkamlegri líðan og starfi hennar sem hreyfanleikaþjálfari í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndinnar. Stirðir strákar Lilja þjálfar ungmenni í íþróttum í einkaþjálfun og heldur úti námskeiðum sem heita Stirðir strákar og Flex fit, fyrir öll kyn. Lilja „Ég er einnig mikið með flæði, eða movement og í flæðinu er maður að rífa upp púlsinn svolítið vel. Þar næ ég að koma fólki inn í veikleikana sína, án þess að þau nái að hugsa um það. Þú ert að fylgja eftir einhverri hreyfingu án þess að vera horfa í spegil eða slíkt. Þú ert bara að hlusta á líkamann og ekkert flæði er rangt. Þú ert að gera hreyfingu sem einhver annar gerir við hliðina þér öðruvísi en þið eruð bæði að gera hana rétt, bara út frá ykkar getustigi og styrkleikum,“ segir Lilja og heldur áfram: „Ég vil frekar að fólk sé ekki að horfa á sig í spegli en sé bara í vitundinni og hlusta á líkamann því hver hreyfing er einstök. Það er mjög frelsandi og hálfgerð hugleiðsla að hreyfa sig án þess að vera með spegil.“ Að sögn Lilju hefur nútímasamfélag takmarkað hreyfigetu líkamans. Við séum í grunninn veiðimenn sem hreyfðu sig í ólíkum stellingum allan daginn. „Það eina sem við getum gert til þess að spyrna á móti er að hreyfa liðamótin í allar áttirnar sínar og reyna að styrkja og stækka hreyfanleikann út á við, sem nýtist okkur þá í daglegu lífi, áhugamálum og íþróttum,“ segir Lilja. Lilja „Ef við hreyfum ekki liðamótin okkar í allar sínar áttir þá missir líkaminn smám saman þann eiginleika að hreyfa sig í þeim áttum og þá getum við frekar lent í því að meiðast. Við viljum auðvitað halda liðamótunum heilum eins lengi og við lifum,“ segir Lilja og heldur áfram: „Þess vegna skiptir miklu máli að passa upp á liðamótin sín en þetta hjálpar líka aðeins til að hreinsa burt óhreinindi sem að myndast inn í liðamótunum og getur minnkað möguleikann á því að við fáum slitgigt. Svo veit ég að þessir liðamóta hringir sem ég geri mikið eru að hjálpa fólki sem er með liðagigt,“ segir Lilja en tekur fram að þetta lækni ekki liðagigt.
Heilsa Spegilmyndin Tengdar fréttir Sættir sig við að vera bara Berglind eftir gjaldþrotið Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra. 13. mars 2024 20:00 Húðrútína ungmenna geti valdið skaða til framtíðar „Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. 5. febrúar 2024 21:00 Frá sérstökum saksóknara í dáleiðslu „Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“ 7. desember 2023 20:01 Mest lesið Margmenni í Bláfjöllum Lífið Andrew Garfield á Íslandi Lífið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Fleiri fréttir Margmenni í Bláfjöllum Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Sjá meira
Sættir sig við að vera bara Berglind eftir gjaldþrotið Berglind Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og markþjálfi, upplifði sinn mesta ótta þegar félag hennar GRGS ehf, sem hélt utan um eitt vinsælasta matarblogg landsins, Gulur, rauður, grænn og salt, var sett í gjaldþrot í fyrra. 13. mars 2024 20:00
Húðrútína ungmenna geti valdið skaða til framtíðar „Ungar stelpur í dag eru ítrekað farnar að hafa meiri áhyggjur af húðinni sinni en nokkurn tímann gæti talist eðlilegt,“ segir Íris Björk Reynisdóttir, förðunarfræðingur og eigandi snyrtivöruverslunarinnar Beautybox, í samtali við Marínu Möndu Magnúsdóttur í nýjasta hlaðvarpsþætti Spegilmyndarinnar. 5. febrúar 2024 21:00
Frá sérstökum saksóknara í dáleiðslu „Í rauninni var alltaf hjartað þar að vera vinna með og fyrir fólk. Titlarnir eru eitt en í grunninn er ég er bara fyrst og fremst mannvinur. Ég elska að pæla í fólki og vera innan um fólk. Af hverju hagar fólk sér eins og það hagar sér, af hverju líður okkur vel, af hverju líður okkur illa? Af hverju erum við kvíðin? Hvenær erum við í essinu okkar og hvernig getum við hámarkað hamingjuna?“ 7. desember 2023 20:01