Aukið fé til varnarmála og herskylda lykilviðbrögð við ásækni Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 06:56 Kallas segir að grípa verði til aðgerða núna, ekki þegar það verður orðið of seint. AP/Omar Havana Kaja Kallas, forsætisráðherra Eistlands, segir Eista bæði upplifa öryggi vegna aðildar sinnar að Atlantshafsbandalaginu en einnig óttast næstu skref Vladimir Pútín Rússlandsforseta. Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna. NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira
Hún segir bráðnauðsynlegt að aðildarríki Nató standi við það að verja tveimur prósentum landsframleiðslu sinnar til varnarmála. „Árið 1938 var ljóst að það stefndi í stríð þannig að útgjöld til varnarmála voru aukin um 100 prósent en það var of seint,“ segir Kallas í samtali við BBC. „Þetta er það sem við þurfum að gera núna til að varðveita lífsmáta okkar, til að varðveita frið í Evrópu,“ bætir hún við. Staðan er hins vegar sú að færri en tveir þriðjuhlutar aðildarríkja Nató hafa náð tveggja prósenta markmiðinu, sem hefur meðal annars verið harkalega gagnrýnt af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda. Kallas segir herskyldu einnig geta skipt sköpum. „Við búum að varaherliði sem telur 44 þúsund manns, sem jafngildir um tveimur milljónum fyrir Bretland. Tveimur milljónum einstaklinga sem eru reiðubúnir til að verja land sitt og vita hvað þeir þurfa að gera,“ segir hún. Hún segir hvert ríki þurfa að ákveða það fyrir sig að taka upp herskyldu en hún mæli með því. Það komi henni hins vegar ekki á óvart að áköllum um herskyldu hafi verið hafnað í Bretlandi. Saga ríkjanna sé ólík. „Við höfum glatað sjálfstæði okkar og frelsi einu sinni og viljum ekki glata því aftur. Þeir segja að þú skiljir aðeins frelsi og hvað það þýðir þegar þú hefur það ekki.“ Litháen tók upp herskyldu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014 og Lettland og Svíþjóð hafa gert slíkt hið sama í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þá hafa stjórnvöld í Noregi tilkynnt að þau hyggist fjölga í hernum og Danir ákveðið að kveða konur í herinn og lengja herskylduna.
NATO Innrás Rússa í Úkraínu Öryggis- og varnarmál Eistland Mest lesið Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Innlent Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Erlent Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Innlent Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Innlent Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Innlent Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Innlent Fleiri fréttir Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Sjá meira