Fenerbahce áfram í deildarkeppninni en Trabzonspor fær refsingu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 10:00 Trabzonspor v Fenerbahce - Turkish Super Lig TRABZON, TURKIYE - MARCH 17: An aerial view of supporters entering on the pitch after the Turkish Super Lig week 30 football match between Trabzonspor and Fenerbahce at Papara Park in Trabzon, Turkiye on March 17, 2024. (Photo by Enes Sansar/Anadolu via Getty Images) Tyrkneska liðið Trabzonspor þarf að leika sex leiki fyrir luktum dyrum í refsingarskyni eftir að áhorfendur ruddust inn á völlinn í leik liðsins gegn Fenerbahce í síðasta mánuði. Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum. Tyrkneski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira
Óeirðir brutust út eftir 3-2 sigur Fenerbahce þegar stuðningsmenn Trabzonspor ruddust inn á völlinn og réðust á öryggisverði og leikmenn Fenerbahce. Í kjölfarið var tekin ákvörðun innan Fenerbahce um að félagið myndi ákveða með atkvæðagreiðslu hvort liðið yrði dregið úr deildarkeppninni í Tyrklandi. Sú tillaga var hins vegar felld og munu nítjánfaldir meistarar Fenerbache því halda keppni áfram í tyrknesku deildinni. „Á öllum okkar fundum var það að draga liðið úr keppni sá möguleiki sem okkur leist verst á,“ sagði Ali Koc, stjórnarformaður Fenerbahce. Leika fyrir luktum dyrum Trabzonspor hefur hins vegar fengið refsingu fyrir óeirðir sinna stuðningsmanna þetta kvöld og mun liðið þurfa að leika sex leiki fyrir luktum dyrum. Þá hefur félaginu einnig verið gert að greiða sekt upp á þrjár milljónir líra, sem samsvarar um rúmlega þrettán milljónum króna. Eins og áður segir brutust óeirðirnar út að leik loknum eftir 3-2 sigur Fenerbahce. Mikill hiti var í fólki og hófust lætin í raun á 87. mínútu leiksins þegar Michy Batshuayi skoraði sigurmark gestanna og áhorfendur grýttu hlutum í átt að honum er hann fagnaði markinu. Að leik loknum nýttu leikmenn Fenerbahce svo tækifærið til að strá salti í sár stuðningsmanna Trabzonspor með því að fagna vel og lengi inni á miðjum vellinum.
Tyrkneski boltinn Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Sjá meira