Ný áfengis- og vímuvarnarstefna verði samvinnuverkefni allra þingflokka Lovísa Arnardóttir skrifar 4. apríl 2024 08:50 Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kallað eftir samvinnu allra þingflokka við nýja stefnu í áfengis- og vímuvörnum. Starfshópur sem hann skipaði fyrir um ári síðan um nýja stefnu í skaðaminnkun á að skila til að hans tillögum á næstu vikum. Willum Þór segir ópíóíða þurfa miklu meiri athygli. Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024. Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Fjallað var um það fyrr í vikunni að Willum hafi í fyrra sagst ætla að verja 225 milljónum til að verjast „ópíóíðafaraldri“ á Íslandi. Í dag er búið að úthluta um 91 milljón í verkefni því tengdu en af þeim er um helmingur í neyslurými. Tveir starfshópar eru starfandi og einn vinnuhópur. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni til að ræða þessi mál. Willum segir að fyrir ári síðan hafi hann blásið í lúðra vegna alvarlegrar stöðu í því sem þá var kallað ópíóíðafaraldur. Hann bjó til sérstakan starfshóp um skaðaminnkun sem á að skila til hans tillögum á næstu vikum um stefnu í skaðaminnkun. Willum segir að hann hafi kallað eftir aðkomu allra þingflokka að þessari stefnu þegar tillögurnar liggja fyrir. Verði vel varið Hvað varðar peningana sem hann ætlaði að verja í málaflokkinn kom fram í umfjöllun Vísis í vikunni að þær 225 milljónir sem hann hafi ætlað að verja hafi endað sem 150 milljónir í fjárlögum. Willum segir að 150 milljónunum verði vel varið á árinu og að auk þeirra sé meiri peningur í málaflokknum eins og í viðhaldsmeðferð, lyf og önnur verkefni. Willum Þór var í Bítinu til að ræða málefni er varða ópíóíða en fór einnig yfir stóru málin í sínu ráðuneyti síðustu árin. Eins og að veita aðgengi að heilbrigðisþjónustu án efnahag og að tryggja samninga við sérgreinalækna. Þá nefndi hann einnig breytingar á Landspítalanum varðandi bið eftir því að komast í aðgerð og skipulag á spítalanum. Valkvæðar aðgerðir hafi verið færðar af spítalanum og biðtími styst samhliða. Sigurður Ingi verði mögulega forsætisráðherra Þá ræddi Willum einnig mögulegt framboð Katrínar Jakobsdóttur til forseta og hver gæti tekið við af henni. „Ég held að ég sjái það alveg geta gerst þannig,“ segir Willum Þór um það hvort að Sigurður Ingi verði forsætisráðherra. Hann segir að það sé þó formannanna í ríkisstjórninni að fara yfir það. Willum var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það yrði þá þeirra Sigurðar Inga, Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, og þá Guðmundar Inga Guðbrandssonar, félags- og vinnumarkaðsráðherra sem myndi taka við sem formaður Vinstri grænna fari Katrín fram. Hann er varaformaður Vinstri grænna í dag. Willum Þór sagðist alls ekki tilbúinn til að hætta sem heilbrigðisráðherra en að það verði að vinna sig af ábyrgð í gegnum þá stöðu sem er komin upp með mögulegu framboði Katrínar. Ríkisstjórnin geti staðið þetta af sér en að þau verði bara að sjá hvernig forsetakosningarnar fari. Fréttin og fyrirsögn hennar hefur verið leiðrétt. Willum hefur óskað eftir aðkomu allra þingflokka að nýrri stefnu í áfengis- og vímuvörnum, ekki skaðaminnkun eins og kom fram fyrst. Leiðrétt klukkan 09:51 þann 4.4.2024.
Fíkn Bítið Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Forsetakosningar 2024 Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira