Fjórfaldi heimsmeistarinn íhugar að hætta við að hætta Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. apríl 2024 13:31 Sebastian Vettel hefur hugsað um að hætta við að hætta. Dan Istitene - Formula 1/Formula 1 via Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, segist hafa íhugað það að snúa aftur í íþróttina eftir að hafa lagt kappaksturinn á hilluna árið 2022. Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“ Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Þjóðverjinn varð heimsmeistari með Red Bull fjögur ár í röð frá 2010 til 2013. Vettel er enn aðeins 36 ára gamall og gæti því enn átt nokkur góð ár eftir í heimi Formúlu 1. Nú þegar vitað er að Lewis Hamilton mun færa sig yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil er ljóst að Mercedes-liðið er með laust sæti á næsta tímabili. Það gæti komið af stað löngum kapli og Vettel gerir sér grein fyrir því. „Það eru ýmsar hugmyndir sem koma upp í hugann á manni og ég hef alveg íhugað að snúa aftur,“ sagði Vettel í samtali við BBC. „Eins og staðan er núna hefur mér samt ekki snúist hugur en þetta fer allt eftir því hvað á eftir að gerast.“ Hann segist þó hafa verið í sambandi við Toto Wolff, liðsstjóra Marcedes. „Ég fylgist vel með íþróttinni og eins og staðan er núna á mikið eftir að gerast þegar kemur að ökumönnum, hvar þeir enda og allt það. Ég er að sjálfsögðu enn í sambandi við fólk innan íþróttarinnar. Ég spjalla stundum við Toto. Þetta á allt eftir að koma í ljós, en eins og staðan er núna er það ekki í forgangi hjá mér að snúa aftur.“
Akstursíþróttir Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira