Landsmenn treysta fjármálaráðgjöf minnst allra Evrópuþjóða Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. apríl 2024 20:01 Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka segir hægt að snúa neikvæðu viðhorfi til fjármálastofnanna við með góðum starfsháttum. Vísir/Sigurjón Íslendingar bera minnst traust allra íbúa Evrópu til fjármálaráðgjafar fjármálastofnanna. Þá er helmingur allra landsmanna neikvæður gagnvart fjármálakerfinu. Bankastjóri Arion banka telur að fjármálahrunið hafi enn þá áhrif. Hægt sé að snúa þessu við með góðum starfsháttum. Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Í nýrri könnun sem Gallup gerði fyrir Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu kemur fram að sjötíu og fimm prósent landsmanna eru ekki of viss eða alls ekki viss um hvort þau treysta ráðgjöf frá eigin banka eða tryggingafélagi. Sambærilegt hlutfall hjá Evrópuþjóðum er um fjörutíu og fimm prósent. Flestir landsmenn treysta ekki fjárfestingarráðgjöf frá fjármálaraðgjafa í eigin banka en 75 prósent voru ekki of viss eða alls ekki viss um hana í nýrri könnun Gallup.Vísir/Hjalti Annar hver Íslendingur er neikvæður gagnvart fjármálafyrirtækjum. Þá eru fjórir af hverjum tíu hlutlausir í skoðun sinni og þrettán prósent eru jákvæð gagnvart því. Viðhorf landsmanna til eigin viðskiptabanka og tryggingafélags eru þó mun jákvæðari en um helmingur er þeirrar skoðunar. Þá eru Íslendingar mun iðnari við að færa viðskipti sín milli fjármálastofnanna en aðrar þjóðir. á fimm ára tímabili færði um helmingur aðspurðra viðskipti sín til annarra fjármálafyrirtækja. Hlutfallið var þrjátíu prósent hjá öðrum Evrópubúum. Fjármálahrunið hafi enn mikil áhrif Benedikt Gíslason bankastjóri Arion banka kynnti niðurstöðurnar á fjármálaráðstefnu SFF í bankanum. Hann telur að fjármálahrunið fyrir tæpum sextán árum hafi enn áhrif. „Því miður er viðhorf til almennings til fjármálakerfisins enn þá dálítið neikvætt. Við sjáum það í samanburðarkönnun sem við létum gera við önnur Evrópuríki að það eru löndin sem fóru verst út úr fjármálakreppunni 2008 sem eru enn þá að mælast með neikvæðasta viðhorfið,“ segir Benedikt. Aðrir þættir komi líka til. „Vaxtastigið er hærra hér en í nágrannaþjóðunum og fjármögnunarkjör Íslands erlendis eru hærri en hjá nágrannaþjóðunum og það hefur áhrif á þau kjör sem við getum boðið,“ segir hann. Benedikt telur einnig að fréttir eins og af síðasta hlutafjárútboði í Íslandsbanka þar sem í ljós komu margir vankantar og fregnir í kringum kaup Landsbankans á TM hafi líka áhrif á viðhorf landsmanna. „Allar neikvæðar fréttir í kringum fjármálafyrirtæki hafa truflandi áhrif,“ segir hann. Hann segir hægt að snúa þessu við. „Við gerum það góðum starfsháttum, með upplýsingum og fræðslu,“ segir Benedikt.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Mest lesið Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Fleiri fréttir Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent