Sviplegt fráfall eiginkonunnar breytti öllu Aron Guðmundsson skrifar 4. apríl 2024 23:30 Rio Ferdinand á að baki farsælan feril sem knattspyrnumaður. En sama ár og skórnir fóru upp á hillu varð hann fyrir áfalli er eiginkona hans lét lífið. Vísir/Getty Sviplegt andlát eiginkonu fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmannsins í knattspyrnu, Rio Ferdinand, varð til þess að hann þurfti að íhuga framtíð sína upp á nýtt. Hliðra draumi sínum til þess að vera til staðar, alltaf, fyrir börn þeirra hjóna. Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan: Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira
Sama ár og Ferdinand, sem gerði garðinn frægan sem leikmaður Manchester United og enska landsliðsins á sínum ferli, setti skóna á hilluna átti sá sorglegi atburður sér stað að eiginkona hans lét lífið eftir baráttu við brjóstakrabbamein aðeins 34 ára gömul. Rio ætlaði sér alltaf að fara út í þjálfun eftir að leikmannaferlinum lauk en þessi sorglegi atburður varð til þess að Rio þurfti að láta aðra hluti ganga fyrir. „Ég var að vinna í að klára þjálfaragráðurnar, vildi verða þjálfari og knattspyrnustjóri. Hundrað prósent,“ sagði Rio í hlaðvarpsþættinum Stick To Football sem er á vegum Sky Sports. „Wayne Rooney, Michael Carrick og John O´Shea. Þeir hafa allir tekið að sér þjálfarastöðu og ég var upphaflega á sömu braut og þeir. En skiljanlega, þá átti atburðarás í mínu einkalífi eftir að hafa áhrif. Ef þú ætlar þér að verða knattspyrnustjóri þá er það starf sem þú ert að sinna allan sólarhringinn.“ Og byggir Ferdinand þá skoðun sína af reynslu sinni sem leikmaður á sínum tíma og kynni sín af knattspyrnustjórum þá. Sem og reynslu hans þessa dagana á að sjá fyrrverandi landsliðsfélaga sína á borð við Steven Gerrard og Frank Lampard sem hafa orðið knattspyrnustjórar. „Börnin okkar þrjú þörfnuðust mín hundrað prósent í því að verða þeim til staðar. Ég er kannski í vinnu núna sem sérfræðingur í sjónvarpi en það er alltaf hægt að ná í mig. Ég get mætt á foreldrafundi og alls kyns viðburði með þeim á meðan að slíkt væri kannski ekki hægt væri ég knattspyrnustjóri. Ég þurfti að taka skjóta ákvörðun og þurfti í raun ekki að hugsa mikið um það hvað ég þyrfti að gera.“ Ferdinand hefur nú fundið ástina á nýjan leik í örmum Kate Wright sem nú ber eftirnafnið Ferdinand eftir að hún og Rio gengu í hnapphelduna árið 2019. Auk barnanna þriggja frá fyrra hjónabandi Rio eiga þau saman einn strák og eina stúlku. Þáttinn The Overlap, þar sem að Rio Ferdinand var gestur nýlega, má sjá hér fyrir neðan:
Enski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Músaskítur í leikhúsi draumanna Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ Sjá meira