Katrín hafi enn ekki ákveðið sig Árni Sæberg skrifar 5. apríl 2024 11:49 Guðmundur Ingi var brattur að loknum ríkisstjórnarfundi. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, segir forsætisráðherra ekki enn hafa tilkynnt ákvörðun sína um mögulegt forsetaframboð. Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi að loknum ríkisstjórnarfundi. Fastlega er gert ráð fyrir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tilkynni í dag hvort hún gefi kost á sér í forsetakosningunum í sumar. Því biði margir í ofvæni eftir því að ríkisstjórnarfundi lyki í morgun. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun Katrínar liggi ekki fyrir enn sem komið er. Því er ljóst að Katrín tilkynnti ríkisstjórn sinni ekki á fundinum að hún ætli frá borði. Gefur kost á sér í forystuna Guðmundur Ingi segir að verði niðurstaðan sú að Katrín fari fram taki hann þeirri ákvörðun fagnandi. „Ég hef gefið kost á mér í forystuna og mun reyna að axla þá ábyrgð eftir minni allra bestu getu.“ Það hafi ekki órað fyrir honum í upphafi árs að sá möguleiki væri fyrir hendi að forsætisráðherra byði sig fram til forseta. Getur hugsað sér að verða forsætisráðherra Hann segir að vilji Vinstri grænna að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram hvort sem Katrín verði með eða ekki. Hún sé gríðarlega sterkur leiðtogi en maður komi í manns stað. Hann hafi rætt við formenn hinna stjórnarflokkanna tveggja um framhaldið fari Katrín fram en ekkert liggi fyrir um það hver tæki við forsætisráðuneytinu. Langar þig að verða forsætisráðherra? „Hvað vill maður ekki í pólitík? Vill maður ekki hafa áhrif? Þannig að ég útiloka ekki neitt í þeim efnum.“ Katrín Jakobsdóttir veitti ekki viðtöl að fundi loknum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Tengdar fréttir Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33 Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15 Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
Segir könnunina vonbrigði fyrir Höllu Almannatengill segir nýja könnun vonbrigði fyrir Höllu Tómasdóttur á meðan prófessor í stjórnmálafræði segir hana góðar fréttir fyrir nöfnu hennar Höllu Hrund Logadóttur. Það hafi verið sterkur taktískur leikur hjá Baldri Þórhallssyni og stuðningsfólki hans að láta framkvæma könnun á fylgi áður en helstu keppinautar stigu fram. 5. apríl 2024 11:33
Telur Jón Gnarr geta verið kryptónít Katrínar Jón Gnarr gæti truflað ímynd Katrínar Jakobsdóttur í kosningabaráttu um embætti forseta Íslands, segir Andrés Jónsson almannatengill. Hann líkir Jóni við skáldaða efnið kryptónítið sem veikir ofurhetjuna Súperman. 4. apríl 2024 23:15
Katrín hafi mátað sig við forsetann frá tilkynningu Guðna Andrés Jónsson almannatengill segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra verið að íhuga framboð til forseta Íslands frá því á nýársdag, þegar Guðni Th. Jóhannesson forseti tilkynnti að hann byði sig ekki fram í þriðja sinn. 4. apríl 2024 18:46