Arnar barðist við tárin eftir kveðjuleik: „Það mun svíða mjög lengi“ Sindri Sverrisson skrifar 5. apríl 2024 12:30 Arnar Guðjónsson sýndi miklar tilfinningar í viðtali eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar. Stöð 2 Sport Körfuboltaþjálfarinn Arnar Guðjónsson leyndi ekki tilfinningum sínum eftir síðasta leik sinn sem þjálfari karlaliðs Stjörnunnar í gærkvöld. Hann gengur að vissu leyti stoltur frá borði, enda unnið fleiri titla en aðrir þjálfarar á síðustu sex árum, en kveðjutímabilið mun svíða lengi. „Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“ Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
„Bara erfitt, mjög erfitt. Tilfinningaþrungið, ekki svona sem ég sá þessi sex ár enda en þetta er á okkur, það voru of mörg augnablik í vetur þar sem við vorum ekki nógu góðir og því fer sem fer,“ sagði Arnar eftir lokaumferð Subway-deildar karla í gær, þegar ljóst varð að Stjarnan endaði í 9. sæti. Viðtalið má sjá hér að neðan og alveg ljóst að Arnar var niðurbrotinn. Klippa: Arnar Guðjóns eftir síðasta leikinn Arnar tók við Stjörnunni sumarið 2018 og gerði liðið tvívegis að deildarmeistara og þrisvar að bikarmeistara. Fimm stórir titlar, fleiri en nokkurt annað lið á sama tíma, en sá stærsti, Íslandsmeistaratitilinn, var aldrei innan seilingar. Það að missa af úrslitakeppninni gerir svo kveðjustund Arnars: „ömurlega. Það er kominn tími, held ég, sex ár er langur tími. Við náðum aldrei að fara alla leið, vinnum þrjá bikara samt, þannig að ég er bæði stoltur yfir mörgu og að sama skapi svekktur að hafa ekki gengið betur, þá sitja síðustu tvö ár einna helst í mér.“ Hrifinn af eftirmönnum sínum Arnar er ekki hættur störfum í Garðabæ því hann hefur stýrt bæði kvenna- og karlaliði Stjörnunnar, og á þriðjudaginn byrjar kvennaliðið úrslitakeppnina. Arnar var hins vegar einnig að vonast eftir aðstoð frá Hetti í gær, sem með sigri á Álftanesi hefði komið karlaliði Stjörnunnar í úrslitakeppnina. „Maður vill gera betur, það er alveg á hreinu. Ég á auðvitað kvennaverkefnið eftir, úrslitakeppni sem byrjar í næstu viku. En við [karlaliðið] unnum þrjá stóra titla, og ef að Valur [með fjóra stóra titla frá árinu 2018] verður ekki Íslandsmeistari erum við það lið sem á flesta stóra titla á þeim tíma sem ég er hérna. En við förum aldrei alla leið í úrslitarimmu, og svo klárum við þetta með því að missa af úrslitakeppninni. Það mun svíða mjög lengi.“ Eins og fram kom fyrst á Vísi í gær mun Baldur Þór Ragnarsson taka við karlaliði Stjörnunnar af Arnari, og Ólafur Jónas Sigurðsson við kvennaliðinu. Arnar er sáttur við það bú sem hann skilur eftir sig: „Ég held það [að ég skili góðu búi]. Ég held að báðir eftirmenn mínír séu rosalegir góðir og hæfir. Ég hlakka mikið til að fylgjast með félaginu á næstu árum.“
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47 Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Fleiri fréttir Sparkaði í og trampaði á mótherja Pargo snýr aftur og klárar tímabilið með Grindavík Uppgjörið: Þór Þ - Keflavík 78 - 98 | Keflavíkurhraðlestin brunaði heim með öll stigin Shabazz látinn fara frá Grindavík Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 125-87 | Meistararnir völtuðu yfir Stólana „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Sjá meira
Stjarnan staðfestir komu Baldurs: „Ekki slæmt bú að fá að taka við“ Eins og Vísir greindi frá í gær hefur körfuknattleiksdeild Stjörnunnar ráðið Baldur Þór Ragnarsson sem þjálfara karlaliðs félagsins. Hann kveðst afar spenntur fyrir starfinu. 5. apríl 2024 10:47
Svona lítur úrslitakeppni Subway deildar karla út Lokaumferð deildarkeppni Subway deildar karla í körfubolta fór fram í kvöld og nú er orðið ljóst hvaða lið mætast í úrslitakeppni deildarinnar. Það eru Valsmenn sem standa uppi sem deildarmeistarar þetta tímabilið. Haldið ykkur fast, skemmtilegasti hluti tímabilsins er framundan. 4. apríl 2024 22:00